miðvikudagur, apríl 27, 2005

P-rósa-K

Hef nú ekki verið dugleg að blogga upp á síðkastið..enda á kafi í prófum.... og eins og alltaf í vorprófum að þá er geðveikt veður úti og það hreinlega kallar á mann út..

Þetta eru sennilega erfiðustu prófin til þessa..skera úr um hvort maður haldi áfram eða ekki :o/

Ég og erna erum búnar að vera nokkuð duglegar þessa vikuna.. vakna fyrir 8 og mæta í ræktina, fara heim til mín læra til ca hádegis.. út að labba eða skauta..læra meira....stoppa um kvöldmatarleytið...og svo meira labb og svo kannski læra aðeins meir.... sem sé læra og hreyfa mig er það sem ég er búin að vera að gera...kannski verð ég bara búin að ná einu af sumar takmörkunum mínum FYRIR sumarið ;o) sem er tanorexic

Í gærkvöldi tók ég mér læripásu og labbaði yfir til orra...og svo löbbuðum við út í videoleigu og tókum okkur “hryllingsmynd” veit ekki hvort það sé samt réttur flokkur þar sem þetta var frekar fyndin og hallærisleg mynd og ég varð ekkert hrædd :o(
Vill e-r vera svo vænn og benda mér á góða spennumynd...plís!!!!

En ég komst að því að ég er alveg gerð til að leika í svona myndum... ég er ljóshærð með stór brjóst eins og kvk aðalpersónurnar eru alltaf.. Það er bara spurning um að hætta í náminu og bara skella sér til Hollywood, ætti ekki að vera erfitt að fá hlutverk ;o)

Og já stelpur það fer að koma nýr eggert bráðlega á markað..og mun hann kallast hlaðggert ;o) e-ð sem við allar þurfum að eignast...

Engin ummæli: