sunnudagur, október 24, 2004

Fín Flotti Jakkinn Minn

Við heldri hluti djúsí erum duglegust að mæta þegar e-ð stendur til í vores skúle og mætum við í þessa ágætu vísó hjá vís á föstudaginn. Eftir það láu leiðir okkar hvor í sína átt.
Ég fór í svona hálfpartin ríjúníon. Ég held bara að Sillarg ætti bara að flytja inn í fristinn í Eimskip því það var svo kalt inni hjá henni að ég var að deyja og fór því ekki úr jakkanum, en já ég stend þarna í sakleysi mínu að ræða við Axel fyrrum bekkjabróður minn, stend þarna við ofna og var svo fegin að fá smá hita í kroppinn, svo var mér bara farið að verða ágætlega mikið heitt, en þá heyri ég e-ð svona brak og brest fyrir aftan mig og svipurinn á Axel sem ég var að tala við snar breytist. Ég stóð þarna í ljósum loga, hann hoppaði á mig og barði og barði á bakið á mér og ég hljóp inn í eldhús og reif mig úr jakkanum.
Já ég kveikti í mér, jakkinn er handónýtur og ég þurfti að klippa af hárinu á mér því það sviðnaði ágætlega af því ;o) Ég var bara heppin að ég skildi ekki brenna sjálf, en það sama er nú ekki hægt að segja um hana Ernu HÚN ER BARA FEGIN AÐ BOLURINN HENNAR BRANN EKKI!!!!!!!! spurði ekkert hvort það væri í lagi með mig þegar hún heyrði þetta heldur bara ooohhhh BOLURINN MINN!!!! Er það nú vinkona ;o)
En þessi reynsla mín sýnir að ég á bara ekki að vera fín þegar ég er edrú, síðast þegar ég fór að djamma edrú þá braut ég næstum á mér nefið :o(
En þrátt fyrir mikinn missi út af jakkanum að þá hugga ég mig við það að ég er alveg að fara til Boston og get keypt mér bara annan flottari

þriðjudagur, október 12, 2004

Copy paste frá fyrra bloggi ;o)

OKey mest lítið að frétta, búin að týna símanum mínum sem var eldgamall nokia 8210, og ég græt hann mikið :o( en svona er það bara. En vegna þessa óhapps þá hef ég tapað öllum númerum sem ég var með og vil ég því vinsamlegast byðja þá sem ég þekki að senda mér viðskiptakort eða e-ð þvílíkt nema viðkomandi hafi ekki áhuga á að halda sambandi við mig lengur, þá getur sá aðili bara bitið í punginn á sér.

Já það var sem sé´góð helgi, ég ásamt nokkrum stúlkukindum í bekknum vorum með svona smá matarboð og svo svona singstarkeppni eftir matinn. Ég var náttúrulega lang lélegust og fæ því að halda titlingum sem falsgasti söngvarinn, þar til e-r nær að slá mig út, sem ég efast um að sé e-ð eftirsóknarvert :o/ En sem sé það var soddans fjör í singstar að við gleymdum okkur alveg og komum því allt of seint á karíókí-kvöldið á ölveri, þar sem bekkirnir innan THÍ voru að keppa sín á milli. Það skiptir svo sem engu, held við höfum örugglega bara skemmt okkur mikið betur en hitt falskafólki ;o)

Næstu helgar verða mjög rólegar, þar sem ég er að fara passa næstu 2 helgar og svo í sumarbústað eftir það og svo passa og svo að fara til Boston!!!!!!!!! og svo koma próf........:o(