mánudagur, maí 23, 2005

Vonleysi

Ég mæli sko ekki með því að hlusta á létt fm... maður verður bara þunglyndur af því...það er spilað svo mikið af ástarlögum að það gerir mann bara þunglynda og vonlausa :o/.. til dæmis af hverju syngur enginn til mín... ég varð svo sorgleg hérna í smá tíma og færði blowers daugther yfir í bubbas daughter...ég meina það er ekkert langt frá ;o) og svo er maður alltaf að horfa á svona loví loví myndir þar sem allt gegnur alltaf upp....WHY!!!!!!!!!!! JAKK!!!

Það var tekið á því þessa helgi eins og síðustu....en er að pæla núna að taka mér smá pásu... kannski ca fram að afmælinu mínu þar sem ég stefni á að drekkja sorgum mínum yfir aldri og vonleysi og sorglegheitum :o/ og því miður Erna og Arna ég nenni ekki að bjóða ykkur... nenni ekki að hafa e-r helvítis unglömb í nágrenni við mig til að minna mig á hvað ég er að verða gömul...eða bara e-r af mínum vinum sem eru yngri en ég..YKKUR ER EKKI BOÐIÐ!!... Og já ég var sofnuð fyrir klukkan 9 í gær... komon.. það er ekki eðlilegt af mér :o/

Prófunum er lokið og er ég bara að bíða "spennt" eftir útkomunum úr því.. eins og er er 2 náð og eftir að fá 3... svo tekur bara við undirbúningsvinna fyrir lokaverkefnið :o)

jæja kveð að sinni og ætla að skipta um útvarpsstöð núna!!!

Engin ummæli: