þriðjudagur, ágúst 23, 2005

Híl tós

BERLÍN-BERLÍN-BERLÍN-BERLÍN-BERLÍN-BERLÍN!!!!!!!
já það er bara alveg að koma að þessu... 1 vinnudagur eftir og svo til Berlínar... erum búnar að fá nöfn á 2 kontöktum en það hefur e-ð lítið heyrst í þeim :oS en það kemur vonandi í dag eða á morgun....
Ég er nú bara að blogga fyrir hana hænu ernu.. hún var e-ð að væla að ég væri léleg í þessu því ég hef ekki bloggað í nærri vikur... en ef hún les neðar að þá sér hún að það væri stefnan að blogga aðeins 1 sinni í viku, allt yfir það væri bara plús knús....

Verð nú að segja að helgin hafi verið nokkuð góð... hélt upp á menningarnóttina á föstudeginum... við erna og rakel híl tós fórum niður í bæ og hittum orra á óliver... náðum borði og sátum þar í nokkra stund og drukkum og svona... svo var farið á dansgólfið og orri púff gufaði upp.... við erna náðum ekki með neinu móti að halda í við Rakel og hennar híl tó dans... verðum bara að æfa okkur betur... stefnum á það að æfa okkur mikið upp á hótel herbergi í berlín og koma út lærðar í híl tós þegar við komum heim... en ekkert út lærðar um Berlín..... já óliver... það var alveg vonlaus snúðuplötugaur að spila á óliver þannig að við flúðum og fórum yfir á gamla góða vegó... það stóð náttúrlega fyrir sínu.. þar voru tekin nokkur létt spor... en svo vorum við kallaðar yfir á annan stað af einum hluta okkar.... "Frikklís"!! Þá sat hann á Ara í Ögri með hluta af bekknum og náðum við öll að koma okkur á eitt borð.... það var mega stuð... söng úr mér lungun!!! var mesta stuðið á okkar borði af öllum þarna inni.... ómar var sem æstastur að biðja um óskalög og var alltaf að spyrja mann um e-r nöfn á lögum sem væru skemmtileg...þetta var menning í lagi....

Svo á laugardeginum fórum við í búða ráp með bumbubínu að leita af fötum eða aðalega skóm á hana..... svo um kvöldið fórum við síamtvíbbarnir á óliver aftur með Rakel híltós... við sem betur fer misstum af röðum og rigningu... Svo var míns bara komin heim kl 2.. mætti mömmsu og hún fékk sjokk... kom til mín alveg með þvílíkar áhyggur og spurði mig hvað væri að... kom e-ð fyrir...ég sagði nei... af hverju spyrðu??... nú þú ert komin heim!!! hehe ég má greinilega ekki koma snemma heim þá heldur mamma að e-ð sé að hjá mér.... hún spurði mig aftur um morguninn hvort ég væri alveg viss... ég gæti alveg rætt þetta við hana....ÉG SVER ÞAÐ ER EKKERT AÐ!!!
kannski er ég að verða gömul... þar sem ég kom snemma heim.... og ég hef minnkað djammið soldið.... og ég er búin að týna gleraugunum mínum....þetta eru ellimerki .... úff!!!

Já og best að vera á undan ernu.... hún hefur smá áhyggjur af mér... þar sem ég er farin að mæta nokkuð oft með rauðvín í ræktina.... alltaf þegar ég opna töskuna að þá rúllar út flaska, held að allur kvennaklefinn haldi að ég drekki bara rauðvín í ræktinni :o/... úbbs!!!

miðvikudagur, ágúst 17, 2005

Kostnaður

Mig vantar hjálp!!! hvernig sparar maður og gerir allt sem manni langar að gera, það er svo mikið sem mig langar að gera en mig langar líka að spara... ég er ein af þeim sem á mjög erfitt með að sitja á rassgatinu heima hjá mér að gera ekkert, enda bý ég líka í foreldrahúsi í lítilli kompu. Allt sem maður gerir kostar... það er ekkert hægt að gera sem fylgir ekki e-r kostnaður.
Ég bað hana ernu um að nefna 2 hluti sem hægt væri að gera sem myndu ekki kosta, hún var ekki lengi að svara "kossar og kynlíf".... en það er ekki satt því að ef að maður er ekki á pillunni eða með smokka sem bæði kosta e-ð að þá kemur bara annar kostnaður 9 mánuðum seinna og það enginn smá kostnaður og svo með kossana... þeir leiða yfirleitt til e-s meira en bara kossa ;o) ........

Þannig að ég spyr aftur hvað er hægt að gera sem er skemmtó sem ekki kostar eða endar með að kosta???

mánudagur, ágúst 15, 2005

Golfið+brúðkaup

Þá er mar búin að taka þátt í sínu fyrsta golfmóti…. Það var golfmót í vinnunn á föstudaginn og var mitt lið eitt af 4 efstu liðinum.. það voru sem sé 4 lið jöfn ;o) og svo fékk ég svona auka “verðlaun” fyrir besta skotið…sem sagt skammar verðlaun :o/…átti víst e-ð voða aulalegt skot.. sem kemur fyrir besta folk… held samt að það hafi verið e-ð plott í þessu.. þar sem einn í nefndinn var með mér í liði og var e-ð að stríða mér….trúi því bara ekki að ég hafi átt versta skotið ;o) Ég lenti með mestu pervertum fyrirtækisins örugglega í liði og var takmark þeirra að hella mig fulla… sem tókst…. En þetta var svaðalegt stuð…djammaði af mér rassgatið…

Svo á laugardaginn var svo brúðkaup hjá Hirti og Karen frænku… það var rosalega flott… þau eru svo sæt saman, þau eru búin að vera saman í 10 ár!!! Shit það er rosalegt…. Fór að pæla í þessu þarna… allar frænkur mínar á mínum aldri eru gengnar út…..nema ég ;o) Reyndar eru 2 svona eldri frænkur mínar ekki gengnar ú tog vorum við að ræða þetta þarna við borðið í brúðkaupinu… þá kom pabbi gamli með besta comment ever….Karlmenn eru eins og reiðhjólahjálmar, ekki til að láta sjá sig með á almannafæri ;o)

miðvikudagur, ágúst 10, 2005

Ég fékk þetta sent frá henni Villimey minni áðan.... og er þetta svo satt... fyrir þá sem ekki vita að þá er ég tíburi og get verið þverari en andskotinn og þá sérstaklega í strákamálum.... gef engan séns..

Kona í tvíburamerkinu mun ekki staldra nógu lengi við til að heyra afsökunarbeiðni, hvað þá að hún taki slíkri. Ef þú svíkur hana einu sinni, þá er sambandið búið og hún farin. Eina ráðið til maka tvíbura er að halda aldrei framhjá ef þú vilt láta sambandið endast, því þú færð ekki annað tækifæri.

Mér finnst að nokkrar vinkonur mínar mættu taka mig til fyrirmyndar ;o)

föstudagur, ágúst 05, 2005

Dame for dummys

Ég var að velta því fyrir mér í dag þar sem það er til exel, word og name it ..for dummys, ætli það sé það ekki til “dame for dummys” Alla vega ef það er til og e-r á hana til vil sá/sú hin sama lána mér þá bók... Ég er farin að fá að heyra það of oft að ég sé engin dama....”oooohhhh RÓSA!!DAMA!!!” þetta heyri ég ósjaldan....Minn XX sagði þetta einnig ósjaldan við mig..honum fannst ég e-ð voða ódömuleg... :o/... og svo eru vinkonur mínar og þá sérstaklega erna (mesta daman sem ég þekki) farin að segja að taktarnir í mér og hljóð minni hana á trailertrash kellingu.. allt sem mig vanti sé 100 kg og hvítan götóttan skítugan hlýrabol.
Ég meina ég hef gert heiðarlega tilraun til að vera í pilsi, kjól og háhælum... en alltaf enda ég þá með að vera komin á táslurnar frekar en skónum og kjólar eða pils hafa átt það til að fara soldið hátt upp.. enda finnst mér ég voða heft í pilsi eða kjól....
En það er spurning um að gera enn aðra tilraun með þetta......


Og svo er villimey byrjuð að vera dugleg að blogga aftur...nú er gellan byrjuð að taka upp á því að henda inn eldeldeldeldeld gömlum djamm myndum og er ástand sumra misjafnt á sumum myndunum ;o)

Svo ætla ég að setja smá djúsi hér eftir helgi....fann mynd af ungri stúlku sem mér finnst minna óneitanlega mikið á Jay Lenno..og þá sérstaklega hökuna.....er að pæla hvort sumir séu með thing fyrir einkennum sem eru á seleps....fyrst J´Lo rassinn og nú Jay Lenno hakan ;o) Þá vel ég nú frekar J´Lo kúlurassinn/fótboltarass ;o)