mánudagur, apríl 26, 2004

Horfa framan í

Júhú Jæja þá er maður búinn að kynna markaðsrannsóknarverkefnið sitt fyrir fyrirtækinu, það gekk alveg ótrúlega vel, enda er skýrslan svo svo skýr og vel uppsett AF MÉR að hún segir sig bara alveg sjálf það þarf ekkert að útskýra hana.

Jájá það þurfti náttúrulega að koma með comment á fyrri reynslu mína af fleygnum fötum :o/ hehe það var náttúrulega mjög fyndið, enda lét ég mér það að kenningu ver og ákvað ég eftir það að vera ekki að reyna að troða þessum júllum í eitthvað fleygið og ekki heldur að reyna að vera í e-r helvítis minipilsi og sýna bara öllum upp í heila.
En ef maður rifjar upp söguna þá var þetta þannig að ákveðinn drengur í partíunu var e-ð að tala við mig ( hann satt á móti mér) og eins og fólk gerir þá horfir það framn í þann sem það er að ræða við, en þarna var líka hann Jóí vinur okkar og hann er nú ekki eins og fólk er flest og var sko EKKI að horfa framan í mig þegar ég var að tala....... svo stend ég upp úr sófanum og halla mér e-ð fram yfir borðið til að leggja áherslu á það sem ég var að segja og þá................RÚLLAR BARA ALLT HEILA KLABBIÐ út úr kjólnum (hann var soldið mikið fleyginn), og eini maðurinn sem sá þetta var sá sem horfir ekki framan í fólk þegar það talar!!!!! Honum til mikillar ánægju þá sá hann ALLT, en hinir gaurarnir voru ekki eins sáttir ;o)

miðvikudagur, apríl 21, 2004

Þá varð friðurinn úti

Jæja friðurinn er úti heima, ma og pa eru komin heim úr útilöndunum. Mamma þarf alltaf að tala svo mikið við mig og gleymir því alveg að það er halda kjafti tími á heimilinu þegar ég er í prófum því annars gæti ég afhausað þau.

En auðvitað keyptu þau nú e-ð handa prinsessunni sinni og var það þessi fallega ljós blái, svaðalega flegni bolur þar sem brjóstin hreinlega rúlla upp úr, og svo keyptu þau eyrnalokkar í stíl, ég veit ekki alveg hvort þeir eiga að fara í eyrun eða hreinlega bara geirvörturnar þar sem þær ættu nú að sjást vegna þess hve fleginn bolurinn er. Það væri náttúrulega soldið kúl að mæta á djammi í þessum flegna bol með geirvörtunar upp úr og svona lokka í stíl í þeim ;o) Það er alla vega ekki spurning að það myndi vekja athyggli ;o) hehehe. Og þar sem ég væri komin í svona flegin bol, væri það það bara ekki við hæfi að ég tæki allan pakkan... færi líka í "rassahylju" eða öðru nafni minipils!!!!! Glætan það er e-ð sem ég held ég myndi aldrei fara í, það er ekki hægt að sitja venjulega í þessu maður verður að sitja eins og uppspert Barbiedúkka og getur ekki hreyft sig.
En bolurinn er nú samt flottur ég verð bara að vera í topp innan undir svona svo brjóstin séu ekki að flæða um allt ;o)

þriðjudagur, apríl 20, 2004

PRÓF PRóF!!!!!!

Okey ég hef nú lítið að blogga um. Dagarnir eru allt of stuttir en samt alveg rosalega leiðinlegir, maður gerir ekki annað en að lesa og þykjast læra. Er að pæla í að vera dugleg á meðan prófin eru og vakna á morgnan og mæta í ræktina áður en ég sest við eldhúsborðið :o) Vona að ég vakni betur við það.
Mín er líka búin að tala við deildarstjóra vor og hann segir að það sé í lagi að sleppa þessu ljóta gagnlausa vir-prófi og taka bara vöruþróun næsta vor, mér lýst svo mikið betur á það, er mikið að pæla í því að gera það.

sunnudagur, apríl 04, 2004

Finnst manni maður ekki alltaf gera manna mest og þess vegna eiga sleppa

OOOHHHHH!!!!!!!
Andskotans drasl og helvítis helvíti!!!!!!
Ég var dreginn í helvítis kynninguna á þessu ljóta Virðisstjórnunar verkefni, eiginlega fannst mér að ég ætti að sleppa, þar sem ég gerði helvítis Power Pointið því ég var að reyna að flýta fyrir, því ég hafði alla helgina til að gera þetta og langaði að hafa frí á sunnudaginn og gera e-ð skemmtó. Ég gerði sem sé ekkert um þessa helgi og var hún alveg hundleiðinleg.
En nei ég gerði showið og lenti í kynningunni líka :o( En jæja það er svo sem ekkert við því að gera, maður verður bara að taka þessu og halda áfram með skituna, því ekki er þetta til að bæta ofan á líðan í greyið mallakútnum :o(

Ég má nú samt ekki gleyma að þakka elsku Villimey minni fyrir frábæra meðferð á laugardagskveldinu svona til að róa mig og svo ég sofnaði betur. Þúsund takk!!!!! og stór koss til þín, þú ert bara bestust

fimmtudagur, apríl 01, 2004

Bara smá uppdate

Já það er alltaf verið að nöldra í mér að blogga meira, sko eeemm, ég hef bara ekkert að blogga um ég er svo stillt orðin. Ég fór á djammið um helgina og gerði barasta ekkert af mér.
Fórum í þennan roslega skemmtilega drykkjuleik sem maður hefði kannski betur sleppt, en því miður þegar maður byrjaði í honum að þá var hvort eðer allt vit farið úr kollinum ;o)