sunnudagur, apríl 17, 2005

Bradybuns family

Það hefur oft verið sagt að fjölskyldan mín sé alger Brady familya, þ.e. við erum 2 systkinin, strákur og stelpa, mamman og pabbin, og svo er það fjölskyldu hundurinn. Það mætti stundum segja að við séum eins og klippt útúr e-u ameríksri bíómynd.
Sem dæmi um hversu brady við erum að þá í dag tók öll fjölskyldan til hérna heima... allt tekið í gegn. Að því loknu fórum við öll saman í bíltúr, niður í fífu á sumarbústaðrsýningun, auðvitað verður brady familya að eiga bústað...... að henni lokinni fórum við og fengum okkur ís öll saman í bíltúr.
Þegar heim var komið fórum ég og brósi með hana lukku okkar í göngutúr. Svo þegar við komum inn eftir göngutúrinn þá beið okkar pítsa :oD
En já verð að segja frá..þegar búið er að vera úti með hana Lukku mína að þá verður hún alltaf alveg tryllt og hleypur um allt húsið eins og vitleysingur og pabbi hefur alltaf verið að böggast yfir látunum í henni..haldiði ekki að kallinn hafi ekki bara skellt sér á fjórar núna og hlaupið á eftir hundinum og látið öllum illum látum eins og hún.... stundum held ég að kallinn sé ekki alveg með allar skrúfurnar...

En já á þessum sumarsýningum þá fór ég að pæla í því hvað mig langar að gera í sumar og ætla ég að setja upp lista um það og ef e-r er með góða hugmynd af e-u þá endilega benda mér á það. Svo í endan á sumrinu þá verður farið yfir það sem mér hefur tekist að gera..svona tjékt;
*Verða tanorexic
*Vera dugleg að fara á línuskauta
*Ná markmiði mínu í ræktinni
*Dugleg að fara í sund
*Fara út á land
*Útilegur (samt ekki góð í því)
*Fara í klifur
*Fara í ísklifur
*Fara í RiverRaft
*Fara upp Hvannadalshnjúk
*Fara ÚT!!
*Kannski drekka minna

Og já svona í endan.. ég fór edrú á djammið í gær... hitti fullt af fólki sem á að þekkja mig... en það þekkti mig ekki :o( grellinn kom með þá skíringu að það væri nýja lookið... englabossa-lookið ;o) Er það málið að fólk þekkir mig ekki stillta!?!?!

Engin ummæli: