fimmtudagur, september 16, 2004

Símanúmerin TAKK!!

OKey mest lítið að frétta, búin að týna símanum mínum sem var splúnku nýr sony ericson, og ég græt hann mikið :o( en svona er það bara. En já í dag fékk ég nýtt símakort, og setti það í eld eld eld eld eld eld eld gamlan nokia síma, sem virkar, þannig að ég er alla vega komin í símasamband aftur. En vegna þessa óhapps þá hef ég tapað öllum númerum sem ég var með og vil ég því vinsamlegast byðja þá sem ég þekki að senda mér viðskiptakort eða e-ð þvílíkt nema viðkomandi hafi ekki áhuga á að halda sambandi við mig lengur, þá getur sá aðili bara bitið í punginn á sér.
Svo er mín að byrja í átaki núna, og reyna, tek fram reyna, að borða á 3 tíma fresti og fara aftur á fullt í ræktina, stefnan er að mæta á morgnana á þriðjudögum, föstudögum og sunnudögum (sjáum það ganga en það er samt stefnan), en svo bara eftir skólan og á kvöldin aðra daga.

miðvikudagur, september 01, 2004

Já já

Okey ég er byrjuð í skólanum en samt ekki dugleg að blogga.
En já helgin mín átti að vera öll með Ernu en svo þurfti hún að vinna e-n fjanda titil með liðinu sínu og var að fanga því á laugardaginn.
En á föstudeginu þá elduðum við okkur mega hollan mat og láum við á blístri eftir það, svo var bara lagst yfir video-gláp, ekki var hægt að heyra neitt í myndinn því krakkaskrattarnir sem búa í húsinu sem Erna leigir í, voru einir heima og auðvitað voru þau með heví partý og tónlistin og bara hávaðinn var þvílíkur, þetta varð mjög svefn lítil nótt og vil ég þakka litlu djöflunum sem búa þarna fyrir það.
Á laugardeginum var ég að passa lítinn voffa, sem hún frænka mín á. Ég ákvað að fara með hann stóran/langan göngutúr í þeirri von að hann myndi þá sofna fljótlega um kvöldið, en nei þessi litli orkubolti var sko ekkert þreyttur, ég þurfti að leggja hann niður og reyna að róa hann til að fá hann til að sofa. Það er greinilega svona rosalega gaman að fá að gista hjá Rósu frænku (ekki mánaðar frænkan)
Svo á sunnudaginn þá bauð ég Hildi í mat (sem hún þurfti reyndar að hjálpa mér við að elda), þetta var náttúrulega úr nýju bókinni minn "Grænn kostur" sem ég er að reyna að vera dugleg að elda upp úr þessa dagana. Þetta heppnaðist bara mjög vel hjá okkur, var smá spicy en það er bara betra, hreinar svitaholurnar.
Svo var ég besta dóttir á mánudaginn þegar ég tók mig til og endurraðaði og skipulagði geymsluna okkar og nú er hún æðislega hrein og fín og fullt af plássi inni í henni ;o) Þannig að ég er farin að föndra aftur, var sko með föndur aðstöðuna mína þarna.