Allir vita það fullvel að bangsinn heyrir ekki, en samt hafa mörg börn alla tíð sagt honum leyndarmál sín. Allir vita að bangsinn getur ekki talað, en þó hefur hann huggað ótal börn. Það er erfitt að segja nákvæmlega til um í hverju töfrar hans felast en sá sem hefur horft framan í bangsa getur borið um glettnislegan glampann í augum hans. Bangsinn, lítill og loðinn, sendur af stað út í heim til að kenna fólki að faðmast. Bangsar fá sér blund en þeir sofa aldrei í alvöru því þeir eru of önnum kafnir við að vernda börnin. Bangsar þurfa ekki að vera nýjir eða fallegir - bara að vera til. Bangsar svíkja mann aldrei. Bangsi stendur alltaf með þér. Bangsi er faðmlag með fjórar loppur. Bangsar eru eins og yfirgefnir vinir sem bíða eftir að vera bjargað.
Mér finnst 4 bolduðu setningarnar bestar, þær eigi við alla... það er bara best að knús bangsan sinn... þeir hvorki svíka né særa mann... og eru ekkert að kúra hjá neinum nema manni sjálfum... nema maður láni hann ;o)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli