laugardagur, mars 26, 2005

Dánartilkynning

Tvær ungar stúlkur létu lífið aðfaranótt 26.mars á Hverfisbarnum, talið er að þær hafi látist úr LEIÐINDUM !!!!!!!
Þeir sem vilja minnast þeirra eru vinsamlegast beðnir um að halda aldrei leiðinlegt partý og förða sér út af Hverfis í framtíðinni...

sunnudagur, mars 20, 2005

Helgar Report

ágætis helgi lokið
Byrjaði á kaffihúsaferð á fimmtudaginn.. þar sem við vorum nokkrar stelpur saman og náðum við að ná allri athygglinni á svæðinu og meira að segja fengum við líka klapp ;o) Það var sko þannig að e-n vegin tókst okkur að setja borðið okkar á hliðina og allt sem var á því mol brotnaði á gólfinu...hihi fengum meira klapp heldur en trúbadorarnir sem voru að spila þarna...

Svo á föstudeginum var kosningarvaka í skúlen.. við erna byrjuðum að sötra hérna heima hjá mér og fórum svo niður í glæsibæ með kristni á samkomuna.. Það var nokkuð gaman þar.. og drukku sumir meira en aðrir...Svo fórum við í bæinn.. en enduðum snemma heim.. enda vinna daginn eftir...

Laugardagskveldið var frekar rólegt, var á bíl.. ég byrjaði á partý hjá Lísu æskuvinkonu, síðan lá leið í partý á e-ð-götu þar sem var mikil drykkja og fjör á liðinu.. enda saman safn íþróttamanna og eru þeir yfirleitt fjörugir með víni... Það var nú ekki hægt að kvarta undan útsýninu þarna ;o)
En ég kvarta yfir því að hafa verið BLÁ EDRÚ.. valdi sko ekki rétta daginn....
Svo lá leið niður í bæ....Við Erna byrjuðum á Vegamótum eins og svo oft áður... Þar hitti ég gamla vinkonu sem ég hef ekki heyrt né séð í ár... ég þekkti hana ekki, starði bara á hana eins og e-r dóni þegar hún pikkaði í mig... hugsa sér að ég hafi talið þessa stelpu vera eina af mínum betri vinkonum á sínum tíma..varð eiginlega soldið reið þegar hún fór að tala um að við yrðum að hittast og blabla, það var einmitt hún sem hætti að hafa samband.....en tímar breytast... hún var þarna með núverandi míns fyrrverandi... síðan þegar ég fór upp þá komu þær stutt á eftir og þá var verið í sýnisferð að sýna mig ;o) hehehe ég ákvað bara að vera almennileg og tók í spaðan á henni og kynnti mig eins og siðað fólk gerir; Sæl ég er Ragnheiður, fyrrverandi hans Jóns... Ég fékk ekki miklar undirtektir hjá stelpu greyinu, bara hhhheeee....
En já síðan hittum við Orra og Baldur (himnalengja) vin hans, fórum með þeim inn á Pravda.....
Síðan kvöddum við erna og komum okkur heim um 4, en áður en bærinn var kvaddur komum við að fá okkur pítsu á De Vitos....

fimmtudagur, mars 17, 2005

ZooLander

Hehe.... er að renna yfir myndirnar sem við tókum á árshátíðinni.. ég veit ekki hvað þetta er með okkur ernu og myndavélar... við getum ekki verið eðlilegar á 1 mynd, ef það er ekki tungan út, tungan út og puttinn í loftið, eða e-r gretta að þá er það súlander og við erum e-ð að reyna að vera með súlanderinn á öllum myndunum sem ég er búin að skoða..hihi.. bara gaman af því. Svo komst ég yfir e-r sæðisfrum líka á þessari árshátíð og eru nokkrar myndir þar sem ég er e-ð að leika mér með hana :o/ .... Og já og svo náðist náttúrulega mynd af mér þar sem kjólinn er kominn óhóflega langt upp, samt ekki það langt upp perrarnir ykkar ;o), því ég þurfti að vera með e-r kúnstir :o/ Æ samt þetta er bara fyndið hihihi

Sett e-a af myndum inn á eftir

miðvikudagur, mars 16, 2005

93-81

Ég lét Orra plata mig á körfubolta leik í kvöld, hann var e-ð að vorkenna mér yfir því að hafa ekkert að gera þessi eska og bauð hann mér með sér á leik, þetta var minn annar körfuboltaleikur...

Skallagrími tókst að jafna metin í rimmunni við Fjölni í 8-liða úrslitum Íslandsmótinu í körfuknattleik karla í kvöld þegar liðin áttust við í Borgarnesi. Skallagrímur tapaði fyrsta leiknum í Grafarvogi á föstudag með tveimur stigum en vann í kvöld með tólf stiga mun, 93:81, eftir að hafa verið yfir, 49:39 í hálfleik.

Hef ekki hundsvit á körfu, en alltaf gaman að prófa e-ð nýtt ;o)

Góður draumur

Þá er mar búin að heimsækja meiripart af liðinu sem er upp á spítala... Heimsótti ömmu gömlu og Örnu óheppnu líka, já greyið hún arna mín átti að vera komin til Brighton en lenti upp á spítala nóttina áður en hún átti að fara út, lán í óláni það... Það er nú betra að vera á spítala hérna heima og með mömmu sína við hlið sér...

Svo er ég algerlega aðgerðalaus þessa dagana, því ég var í svo rosa aktívum hóp í nýsköpun að verkefnið er búið sem við eigum að skila á föstudaginn, meðan ég sat upp í skóla langt fram eftir í síðustu viku þá voru vinir mínir úti að leika sér..t.d fóru þau á bretti :o( og míns komst ekki með.. En já svo hef ég allan tíman í heiminum núna en þeirra hópar eru náttúrulega í rassgati og þau eru núna upp í skóla að vinna í þessu fjandans verkefni og ég er að deyja mig langar svo að gera e-ð.....getur enginn leikt við mig... nema hundarnir mínir.

Já ég verð sem sé að passa auka hund þessa dagana, og var fyrsta nóttin núna í nótt, þetta var algerlega svefnlaus nótt hjá mér því að litla greyið sem ég er að passa var alltaf að vekja mig.. krafsa í rúmið og vildi bara fá mig framúr að leika eða kela við sig eða e-ð. Svo var mig farið að dreyma eitt skiptið mjög góðan æsandi draum, flottur gaur að kyssa á mér hálsinn og svona voða blaut.... þá vakna ég...... er það ekki hundurinn standandi yfir mér að sleikja á mér hálsinn.. AAAARRGGG!!!! Af hverju gat það ekki verið e-r stödd!!! :o(

mánudagur, mars 14, 2005

Árshátíðin!

Þá er árshátíðinni lokið í vinnunni og það var alveg mekka stuð!!!! Paparnir eru snillingar :oD Við erna áttum dansgólfið, aðalega vegna plássfrekju, kjólarnir voru komnir langt upp fyrir siðsamleg mörk enda ekki hægt að dans í svona kjólum... Eftir góða sveiflu með pöpunum þá var ákveðið að skella sér í bæinn og erum við soddans snillingar að við voum auddað með auka föt ;o) Leiðin lá á vegamótin, stoppuðum frekar stutt við enda var mæting í hina vinnuna í morgun.

Ég ætlaði ekki að trúa því að það væri kominn tími til að vakna þegar klukkan hringdi í morgun :o( En sem betur fer þá þurftu ég bara að vinna í 3 tíma. Svo lagði ég mig eftir vinnu og svaf fram til klukkan 18, dreif mig svo í betri föt og var mætt í lokahófið/uppskeruhátíð um kl 19, þegar við erna vorum að ganga upp stigan upp í salinn, tökum við eftir því að ég er í mínu fallegu grænu sokkum, grænum hundasokkum, það var ekki beint að passa við svartar fínar buxur og opna skó.... Var að flýta mér aðeins of mikið hihi :oP

Og svo .. mig langar að breyta lookinu á þessari síðu aftur..... finnst þetta ekki alveg nógu gott.

fimmtudagur, mars 10, 2005

Mest lítið

Er að vinna, er samt bara að hanga, er nefnó búin með verkefnin mín, ég er að borða Ningsrétt númer 66 nammi nammi.....
Og nú er hann búinn, og ég er enn svöng....djös græðgi í mér...
Allt brjál að gera í skólanum, hef ekki tíma í neitt skemmtó, á mér sko ekkert líf þessa dagana enda að vinna á fullu með skúlen..
Mig langar alveg gegt að kíka til danmerkur að heimsækja "litlu sætu fjölskylduna í danaveldi" og Tomma fjanda.... vill e-r gefa mér auka tíma á sólahring og pening?
Ég hef ekkert séð HALLÓ-in í dag :o( eru meira og minna allir hérna á námskeiðum...s

fimmtudagur, mars 03, 2005

HALLÓ

Ég er ekki enn búin að sjá "HALLÓ-ið" sem ég sá hérna í gær í vinnunni og ég bíð alveg með óþreyju að sjá þetta "HALLÓ!!" aftur, koma svo!!!, finnst nú alveg vera kominn tími til að mæta!!!
Og ég er búin að fara yfir í "HALLÓ"deildina minnst 3* í dag og bara hef ekkert séð :o( Glætan að "HALLÓ" sé svona duglegt að vinna..... ég meina það bjargar deginum að fá að sjá "HALLÓ" bara einu sinni fyrir árshátíðina...

Blogga smogga

Ég er duglegust að blogga eða hittó ;o)
Mest lítið að frétta, allt brjál að gera í skólanum og djamminu. Ég djamma orið allar helgar :o/ Samt myndi ég ekki segja að ég væri bytta... bara að ég væri vön ;oP
Enda er djammið eina upplyftingin sem ég leifi mér þar sem það er svo mikið að gera í skólanum alla daga að maður hefur ekki kraft til að gera neitt á kvöldin.
Fórum 4 á djammið síðustu helgi og var það helvíti vel heppnað, það byrjaði á að fara út að borða og svo fórum við í útskrift og svo fórum við snemma niður í bæ. Við byrjuðum á hverfis og var hann TÓMUR þegar við komum inn... hehe... sem var fínt, mæli sko með því :oP

Já og svo er mín bara á fullu í ræktinni, mæti að minnsta kosti 3 sinnum í viku að lefta og svo 2 * í viku sem ég brenni.

Og svo er árshátíðin á morgun og er ég nú alveg að verða reddy fyrir hana, búin að maka á mig brúnku, setja á mig neglur og næstum því búin að velja dress, en af hverju í fjandanum þarf þetta að vera svona mikil vinna hjá manni, allar keppumst við við að vera rosa fínar......
Svo á laugardaginn er kveðju/afmæli/útskrift hjá henni æskuvinkonu minn henni örnu :o( hún er að fara af landinu í starfsþjálfun sem er alveg geggjað öfunda hana ekkert smá

Það má segja að ég sé komin í frikka vesen þessa dagana :o/ þig skiljið það 4 menningarnir hvað það þýðir.

það er ástæða fyrir því að ég blogga lítð, mér finnst bara ekkert vera að gerast hjá mér nema djamm..................