föstudagur, febrúar 27, 2004

Dæsus

Djöfull er þetta erfitt. Ég er bara ekki að koma link inn með gamla efninu, ef ég set hann inn dettur allt út, síðan verður bara alveg hvítt :o( En maður gefst ekki upp :o)

Það var farin í ísbíltúr í gær með djúsí beljum, og auðvitað fékk prinsessan að sitja framí þangað til að ein kom í bílinn og reif svo mikinn kjaft yfir því að minnsta manneskjan fékk að sitja framí þannig að það endaði með þvi að ég færði mig. En þá tók ekkert betra við, sumir voru ekki klæddir eins og flest fólk og það var þessi svaka kynfæralykt aftur í að ég vissi ekki hvert ég átti að fara. Sko það er lágmark að klæða sig!!!!!
Það var svolítið mikið kvartað undan þrengslum aftur í og þegar ein ætlaði að standa upp úr bílnum þá komst hún ekki því að hún var pikk föst, sama hvað hún reyndi þá gat hún ekki staðið upp!!! DÖ!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! AULI Þú gleymdir að taka af þér öryggisbeltið!!!!!!! Við erum ekki svona feit að Þú festist!!!!!

fimmtudagur, febrúar 26, 2004

Bleika röndin (ætti kannski að hitta bleika fílinn)

Jájá ég veit ég hef verið löt að blogga og wales-prinsessa ég byðst afsökunar á því.
Ég er sem sé í tíma núna, það eru hópar að kynna verkefnin sín núna. Kennarinn er alltaf með svona happadrætti um hvaða hópar eiga að kynna hverju sinni og núna í dag þá lenti það á mér að ég ætti að kynna ef við yrðum dreginn úFF!!!
Ég er búin að sitja hér allan tíma að bíða og deyja úr stressi, var alveg að fara yfir um í drættinum :o/ En heppni að þá vorum við ekki dreginn ÚFF PÚFF!!! þvílíkur léttir.

En jæja þetta var sem róleg helgi, þrátt fyrir vísó á föstudaginn, þar sem ég var með endemum stillt ;o) JE RIGHT!!
Svo á laugardaginn var svo svona hittingur hjá okkur betri hlutanum sem voru saman í 10.bekk. Það var alveg ágætt, en ég var e-ð svo slöpp og sofnaði þar :o/ ALGER DÓNI!!! Þar var étið og spjallað langt frameftir. Þar var líka alveg æðislega sætur voffi sem hét stelpa, hún var alger snúlla. Svo lá leið mín niður í bæ og þar hitti ég fólk sem var algerlega á sneplunum. Inn á staðnum var ein gella sem fór í mínar fínustu, hún var að ýta öllum og bara með svona stæla!!! Svo ruddist hún á hendina á mér þannig að ég hellti úr heilu glasi af bjór ég varð alveg brjálæðislega fúl en okey andaði djúpt.... en nei gellan var bara í því að halda að hún ætti staðinn og á endanum fékk ég nóg........... Ég tók upp eitur bleikan varalit sem ég á....skrúfaði hann út og næst þegar hún ruddist á mig þá renndi ég honum eftir rassinum á henni ;o) Greyið stelpan var í hvítu mini-pilsi og mepð feita-bleika rönd á rassinum HEHEHEHEHEHEHREHEHEHE!!! Don´t mess with me

mánudagur, febrúar 16, 2004

Spelakvöld

Jæja þá leið enn önnur róleg helgi hjá mér, ég held barasta að ég sé að fara að þorna upp ;o)

Það var tekið djúsí spila kvöld á laugardaginn og við Krissi babe rúlluðum yfir Fernulísu og Fredríkó, þau urðu e-ð tapsár og vildu hætta að spila þannig að við urðum að hætta þessu spilerýi. En þá tók ekki við betra.... Ferna og Krissi babe tóku upp á því að glamra á gítar, þóttust geta e-ð þetta var bara háfaði og svo byrjaði Krissi babe að góla e-ð í ótagt við það sem hann þóttist vera að spila!!!!! Ferna var svo að spila sama lagið allt kvöldið(samt ekki sama lag og Krissi babe) enda það eina sem hún kunni. Þarna sátu þau að spila á gítara sitthvort lagið!!!!!

Svo þegar Ferna var farin heim að kella við eiginmanninn(gef þeim séns það var nú valentínusardagur) þá fór Krissi babe að tala um mjög fyndna hluti, t.d. það að hvað við erum nú öll orðin góðir vinir og blablablabla, og það að hann gæti aldrei hugsað sér að sofa hjá okkur djúsí beljum ;o) En þá tók ein utanað komandi(Villimey) við og spurði hann endalaust óþæginlegra spurninga eins og t.d.: en ef þær lægju naktar upp í rúmi og bæði þig um að taka sig, myndur þá segja nei???.. Hehe þá fór Krissi kallinn í smá kleinu og svaraði náttúrulega eins og sannur karlmaður: hver mundi segja nei við því ;o)
Hihi!!!

Þetta var ágætis spila kvöld, bæði spilað á spil og gítar, og Ferna og Krissi eru nú kannski ekki eins slæm og ég er að láta að, þau eru ágæt greyin ;o)

mánudagur, febrúar 09, 2004

Bara svona smá!!!!

Jæja ég verð að bæta fyrir tvennt, mér hafa borist kvartanir, ein vegna þess að ákveðinn aðili er ekkert nefndur hér og hitt að ég sé gróf!!!! Well okey, þetta er nú sumt bara djók og það má ekki taka allt nærri sér.

Ég er voða lítið í því að nafngreina fólk mikið hér en ákveðni aðili!!!!!! Ég skila kveðju til Danaveldis okey??? Og haltu þig nú frá vandræðum, hættu að draga þau að þér, annars sendi ég hann Gayþór í það að pass þig ;o) Getur örugglega fengið að taka þátt í leikjum með honum.......

Og stelpur ég var ekki að plata ykkur í dag, ég var að segja satt, djöfull er auðvelt að rugla í ykkur ;o)

sunnudagur, febrúar 08, 2004

Hræðilegur vinnudagur

Þetta var bara nokkuð róleg og góð helgi hjá mér, fór í vísó á föstudaginn frá 17-20 og svo fórum við Fernulíus á Eldsmiðjuna með honum Gumma og fengum okkur geðveikt góða pítsu og auðvitað bjór með. Síðan fórum við í pool í smá stund og vorum svo sóttar af mine far um hálf 11.

Svo náttúrulega vaknaði maður snemma á laugardagmorgni til að fara í vinnuna. Erna var svo stressuð því það er e-ð svona frítt fyrir litlu krakkan að æfa með Ösp núna svona til að þau geti prófað og hún hélt það yrði fullt af krökkum, en það voru bara þessi 2 sem koma alltaf. Við Erna spiluðum bandi með stráknum og hin sem er með okkur var í körfubolta við litlu stelpuna. Svo erum við á fullu að spila og þá finn ég allt í einu þessa líka svakalegu skítalygt og ég hélt að strákurinn væri að prumpa, ég var alveg að kafna úr lykt sko.........Svo sé ég aftan á litlu stelpuna og Ó MY GOD!!!!! Það hékk niður rassinn á hjólabuxunum hennar og það var dökkt..OJBARAOJBARAOJBARA þá byrjaði ég sko að kúgast og kúgast og svo til að bæta ofan á þetta þá fór allt í einu að leka skítur niður lappirnar hennar!!!!! ÚFF sem betur fer þá var tíminn búinn og mamma hennar kom og tók hana. En jæja ég var með lyktina í nefinu allan daginn HROLLUR!!!
Svo eftir hádegi þá förum við Erna að "þjálfa" fólk í Boccia, það er svona eldra fólk, og er mjög þæginleg vinna, aldrei neitt vesen eða neitt. En því miður þá varð annað slys þar líka, en sem betur fer á vellinum hennar Ernu ;o) yfirmenn okkar voru þarna og við báðum annan þeirra að taka aðilan sem gerði slysið, greyið hann var sjálfur við það að æla yfir þessu.. EN jæja okey 2 slys á einum degi, þá héldum við nú að það var komið og við héldum áfram með leikina.......NEI!!! þá kallar einn á mínum velli "klóstið" ég fékk sjokk, ég keyrði hann á klósettið og ætlaði svo bara að loka á eftir honum...en nei þá segir hann "hjálpa mér"!!! GLÆTAN!!!!!!!!!!! Ég hljóp fram og náði í hinn yfirmann okkar!!!!!!!!!!!!!!
Þetta var alveg rosalegur dagur í vinnunni og ég vona að ég lendi aldrei aftur í þessu ógeði aftur!!!!!!!!!

En jæja eftir svona dag þá á maður skilið rólegt og gott kvöld þannig að í gærkvöldi áttum við mæðgurnar rosalega kósy kvöld, við tókum okkur stelpuspólu og keyptum FULLT af nammi og láum 2 upp í sófa afvelta af nammi áti. Ég átti þetta svo sannarlega skylið eftir atburði dagsins.

fimmtudagur, febrúar 05, 2004

EINHLEYP!!!!!!!!!!!

Kona nokkur var að versla í Bónus-verslun í hverfinu.
Hún var búin að setja í körfuna:
3 lítra af léttmjólk
1 eggjabakka með 10 eggjum,
1/2 lítra af appelsínusafa,
1 höfuð Kínakál,
Kaffipakka
Bréfi af beikoni.
Ölvaður maður fyrir aftan hana í röðinni fylgdist með þegar hún raðaði
þessum hlutum á færibandið við kassann. Þegar kassadaman tók til að lesa
strikamerkin inn sagði drukkni maðurinn hæglátlega: "Þú ert örugglega
einhleyp"! Konunni gramdist þessi ummæli drukkna mannsins en
jafnframt fannst henni athugasemdin skondin þar sem það var vissulega
rétt, hún var einhleyp. Hún virti fyrir sér þessa sex hluti á bandinu og
furðaði sig á hvernig í ósköpunum hann gæti komið með svona fullyrðingu
af þessum ósköp venjulegu innkaupum. Forvitnin varð henni um megn svo
hún sagði: " Þetta er vissulega hárrétt hjá þér. Hvernig í ósköpunum
geturðu séð það??" . . .
og drukkni maðurinn svaraði:
























" Af því að þú ert ljót!"




Hættið þessu væli

Ég er búin að komast að þeirri niðurstöðu að hætta að hlusta á fólk sem er að kvarta og kveina um hvað það eigi bátt og líði illa og blablablablablabla. Ég meina ég verð bara þunglynd af því, vorkenni því og reyni að hjálpa, en þetta fólk er ekki til í að gera neitt í þessu. HÆTTIÐ AÐ VÆLA EF ÞIÐ ERUÐ EKKI TILBÚIN AÐ GERA NEITT Í ÞVÍ!!!!! Þetta er þreytandi og niðurdrepandi. Ég meina það er alveg hægt að líða illa og mér líður oft illa, er meira að segja stundum mjög þunglynd og vil bara vera ein og væla inni í herbergi. Engin reynir að hjálpa mér þá, það er kannski málið fólk vill ekki hjálp og hjálpar því ekki örðum... Okey það er niðurstaðan við skulum bara öll vera inni í herbergjunum okkar og vorkenna sjálfum okkur, það er besta niðurstaðan.
Aftur á móti þá er ég mjög hress þessa dagan og það sem er best að gera ef manni líður illa er að gera e-ð í því, fara út úr húsi og hitta fólk sem er líf í, fara í ræktina, gera e-ð fyrir sjálfan sig, koma með mér í Jóga!!!

Vá ég er bara ekki búin að sjá neitt af heiminum, ég verð að fara að gera e-ð í þessu!!!



create your own visited country map
or write about it on the open travel guide

miðvikudagur, febrúar 04, 2004

Úff best að ég tjái mig bara á minni síðu!! Það er alveg ótrúlegt hvað sumir geta vælt endalaust og eru alltaf í vondu skapi, kunna ekki að lifa án kærastan og geta ekki verið á lausu.............

Svo líka þá þarf ég að tjá mig um vinkonu vinkonu minnar sem við skulum kalla Ollu, var næstum búin að commentera á síðu vinkonu minnar (sem við köllum bara Villu) um Ollu en stoppaði sjálfan mig sem betur fer af. Þannig er mál að Olla fór heim með fyrverandi kærasta Villu eftir að hann var búin að há græta Villu (það var mjög stutt síðan þau hættu saman), og já fyrverandi kærasti hennar Villu minnar reifst við hana og græti hana, þá fór þessi OLLU PÍKA til hans að tala við hann, svo kom hún eftir smá stund til baka til hennar VIllu og sagði henni: Er þér ekki sama þó ég fari heim með honum TRAUSTA (hann hét það). Villa sagði ekki orð, og Olla fór heim með honum. ER ÞAÐ NÚ VINKONA!!!!!!. Jæja okey en svo er meira þessi OLLA PÍKA átti kærasta allan tíman úti í Ástralíu!!!!! Okey allt í lagi, en nei svo er hún að fara að giftast greyið greyið ástralanum sínum. VIlla er náttúrulega bara búin að gleyma öllu og allt í gúddý!!!!
Svona gerir maður ekki góðum vinkonum sínum.
Og Olla ef þú lest þetta þá ert þú ein ómerkilegasta manneskja sem ég veit um!!!!!

Report of the week

Ég er ekkert nema hetja að mæta í þennan ógeðslega tíma(rekstrarbókhald), ég get ekki með nokkru móti hlustað á þetta muldur í kennaranum ég get bara ekki heyrt það sem hann segir ojojojojojojojojojoj GREYIÐ KARLINN!!!!
Mig langar heim að sofa........ Svo eru glærurnar líka skakar og það heyrist enn minna í honum en venjulega því það var rænt öllum flottu græjunum hérna í stofunni í fyrri nótt, þannig að ef þið sjáið flottan skjávarpa og hljóðkerfi á ferð þá á skólinn minn það örugglega og við þurfum nauðsynlega á því að halda svo við heyrum betur hvað þessi kennara drusla er að segja....

Svo ég fari líka nú aðeins að monta mig að þá er ég búin að vera vangefið dugleg í ræktinni, ég mæti 5* í viku, stefnan er sú að ná brosandi rass eftir mánuð og svo sixpack og oddkvösbrjóst fyrir sumarið, ætla að verða mega babe í bikini ;o) ætla loksins að ná að vera eins og ekta ljóshært bimbó (grönn, ljóshærð með stór brjóst), ég er náttúrulega með stór brjóst og ljóshærð en það vantar aðeins að stinna kroppinn :o) Ég á reyndar mjög erfitt með að borða hollt og lítið, mér finnst svo gott að borða e-ð gott nammi namm. Svo þegar ég fer í extrem makeover þá ætla ég að hætta að borða því þá má ég ekki hreyfa mig og ætla ekki að fitna á meðan ég er að ná mér eftir það..

jæja þá er ég loksins búin að skrifa smá...