já í dag var sennilega einn sá erfiðasti vinnudagur sem ég hef upplifað.....ég var þunn!!!!!! úff ... hvernig nennir fólk því??? Alla vega þá mæli ég ekki með því :oP
Það er búið að vera e-ð voða óhappa vesen á mér undanfarna daga.....
Ég komst á bretti á miðvikudaginn... svona í síðasta sinn á þessum vetri... það var alveg æðislegt fjör... hetjan ég tókst líka að gera sig að fífli... þegar ég var að fara í stólalyftuna ein í eitt skiptið að þá átti ég að fara með e-i stelpu sem ég þekkti ekkert... á undan okkur voru ágætlega myndalegir gaurar og var komið að þeim að fara í stólinn... þeir renna sér fram og bíða eftir að fá stólinn aftan við sig.... svo renndi ég mér fram og skildi ekkert í því af hverju stelpan kom ekki líka... hugsaði með mér að hún væri e-ð skrítin eða e-ð... svo þegar ég er komin alveg fram tek ég eftir að strákarnir voru ekkert farnir og stóllinn var bara að koma aftan við mig.... stráka greyin þurftu að kasta sér frá svo ekki yrði stórslys ;o) ... mig langaði í hauspoka þarna á þessu momenti ;o)
Svo á fimmstudaginn tókst mér að ganga á glerhurð í skólanum... í augsýni sæta stráksins okkar ernu....djöfullsins vesen.. en hann alla vega tók eftir mér og talaði við mig... ;o) e-ð jákvætt við þetta hihihi...
Og á föstudaginn.. gær sem sé....tókst mér að labba á hurðakarm í ræktinni og skrapa á mér hendina....
Og í morgun vaknaði ég öll í marblettum...hhhmmmm hvað ætli ég hafi verið að gera í gær... eða nótt öllu heldur.....
laugardagur, apríl 16, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli