fimmtudagur, febrúar 05, 2004

Hættið þessu væli

Ég er búin að komast að þeirri niðurstöðu að hætta að hlusta á fólk sem er að kvarta og kveina um hvað það eigi bátt og líði illa og blablablablablabla. Ég meina ég verð bara þunglynd af því, vorkenni því og reyni að hjálpa, en þetta fólk er ekki til í að gera neitt í þessu. HÆTTIÐ AÐ VÆLA EF ÞIÐ ERUÐ EKKI TILBÚIN AÐ GERA NEITT Í ÞVÍ!!!!! Þetta er þreytandi og niðurdrepandi. Ég meina það er alveg hægt að líða illa og mér líður oft illa, er meira að segja stundum mjög þunglynd og vil bara vera ein og væla inni í herbergi. Engin reynir að hjálpa mér þá, það er kannski málið fólk vill ekki hjálp og hjálpar því ekki örðum... Okey það er niðurstaðan við skulum bara öll vera inni í herbergjunum okkar og vorkenna sjálfum okkur, það er besta niðurstaðan.
Aftur á móti þá er ég mjög hress þessa dagan og það sem er best að gera ef manni líður illa er að gera e-ð í því, fara út úr húsi og hitta fólk sem er líf í, fara í ræktina, gera e-ð fyrir sjálfan sig, koma með mér í Jóga!!!

Engin ummæli: