sunnudagur, febrúar 08, 2004

Hræðilegur vinnudagur

Þetta var bara nokkuð róleg og góð helgi hjá mér, fór í vísó á föstudaginn frá 17-20 og svo fórum við Fernulíus á Eldsmiðjuna með honum Gumma og fengum okkur geðveikt góða pítsu og auðvitað bjór með. Síðan fórum við í pool í smá stund og vorum svo sóttar af mine far um hálf 11.

Svo náttúrulega vaknaði maður snemma á laugardagmorgni til að fara í vinnuna. Erna var svo stressuð því það er e-ð svona frítt fyrir litlu krakkan að æfa með Ösp núna svona til að þau geti prófað og hún hélt það yrði fullt af krökkum, en það voru bara þessi 2 sem koma alltaf. Við Erna spiluðum bandi með stráknum og hin sem er með okkur var í körfubolta við litlu stelpuna. Svo erum við á fullu að spila og þá finn ég allt í einu þessa líka svakalegu skítalygt og ég hélt að strákurinn væri að prumpa, ég var alveg að kafna úr lykt sko.........Svo sé ég aftan á litlu stelpuna og Ó MY GOD!!!!! Það hékk niður rassinn á hjólabuxunum hennar og það var dökkt..OJBARAOJBARAOJBARA þá byrjaði ég sko að kúgast og kúgast og svo til að bæta ofan á þetta þá fór allt í einu að leka skítur niður lappirnar hennar!!!!! ÚFF sem betur fer þá var tíminn búinn og mamma hennar kom og tók hana. En jæja ég var með lyktina í nefinu allan daginn HROLLUR!!!
Svo eftir hádegi þá förum við Erna að "þjálfa" fólk í Boccia, það er svona eldra fólk, og er mjög þæginleg vinna, aldrei neitt vesen eða neitt. En því miður þá varð annað slys þar líka, en sem betur fer á vellinum hennar Ernu ;o) yfirmenn okkar voru þarna og við báðum annan þeirra að taka aðilan sem gerði slysið, greyið hann var sjálfur við það að æla yfir þessu.. EN jæja okey 2 slys á einum degi, þá héldum við nú að það var komið og við héldum áfram með leikina.......NEI!!! þá kallar einn á mínum velli "klóstið" ég fékk sjokk, ég keyrði hann á klósettið og ætlaði svo bara að loka á eftir honum...en nei þá segir hann "hjálpa mér"!!! GLÆTAN!!!!!!!!!!! Ég hljóp fram og náði í hinn yfirmann okkar!!!!!!!!!!!!!!
Þetta var alveg rosalegur dagur í vinnunni og ég vona að ég lendi aldrei aftur í þessu ógeði aftur!!!!!!!!!

En jæja eftir svona dag þá á maður skilið rólegt og gott kvöld þannig að í gærkvöldi áttum við mæðgurnar rosalega kósy kvöld, við tókum okkur stelpuspólu og keyptum FULLT af nammi og láum 2 upp í sófa afvelta af nammi áti. Ég átti þetta svo sannarlega skylið eftir atburði dagsins.

Engin ummæli: