Já maður hefur ekki bloggað lengi lengi. Míns er byrjuð í nýrri vinnu, byrðjaði í gær, held mér líki þetta bara swell.
Ég fór verstur um helgina með mö, pa, brósa, Lukku og Mínum "heitt elskaða" ;o) (bara gert fyrir þig Erna) Það var alveg ágætis veður þrátt fyrir vondu veðurspána, fórum út um allt og gerðum allan andskotan, enda verið að sína Hermanni sveitina mín ;o) Sem er líka þetta rosalega falleg.
Svo átti að taka eina ernu og fara í svona rómó göngu yfir Hellnahraunið en við urðum svo óheppin að það byrjaði að rigna á okkur, eina skiptið sem ringdi á okkur í ferðinni, þannig að ég tók það sem merki að ég á ekkert að reyna neitt rómó drasl. Aftur á móti ef það hefði ekki ringt þá hefði svo sem verið hægt að reyna e-ð skemmtilegt þarna úti í náttúrunni ;o)
Jæja kveð að sinni verð að fara að vinna, þýðir ekki að vera slæpast strax í nýrri vinnu.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli