Þá er maður komin heim og það er alveg jafn mikið að gera hjá mér eins og áður en ég fór út. Það var soldið gaman þarna í Finnlandi með Boccia krökkunum og alveg dýrka ég krakkana meira nú en áður. Við urðum föst í Finnlandi vegna þess að SAS í Danmörku var í verkfalli og urðum við þá að vera dagi lengur en við áttum að vera, SAS reddaði okkur þessu rosalega flotta hóteli, ég hef aldrei verið á svona flottu hóteli. Nenni ekki að segja meir frá ferðinni.
Svo er það næsta mál á dagskrá. Það er þetta blessaða afmæli, ég er að ná aldarfjórðungi. Ég veit hreint ekkert hvað ég á að gera í þessum málum. Ég nenni ekki að vera halda e-ð mega partý, finnst það bara ekki skemmtilegt. En þetta kemur bara allt í ljós, læt vita í síðasta lagi á morgun ;o)
fimmtudagur, júní 03, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli