þriðjudagur, júlí 06, 2004

METAL..hvað???

Jámms maður er svo frægur að hafa farið á metalica tónleikana, og þó ég sé nú enginn aðdáandi þá var þetta bara helvíti skemmtilegt, þeir spiluðu alveg non stop í 2 og hálfan tíma, ég var bara farin að halda að þeir ætluðu ekki að stoppa. Ég hefði sko ekki fyrir nokkurn mun vilja sleppa því að fara á þessa leika-tóna og það er sko víst að ég er til í að fara aftur, þetta var líka alveg þessi helvíti góða brennsla, því það lak alveg rosalega mikið af mér svitinn, eða alla vega þá held ég að þetta hafi verið minn sviti :o/
Ég hef reynda eitt út á þetta að setja og það er það að fólk þurfti að vera að klæða sig úr þarna og svo var það löðrandi sveit og var að strjúkast upp við mann og ég er svo svaka klíjugjörn að ég var sko ekki að meika það. Svo líka fólk með lubba og sítt hár var að sveifla á sér hausnum og þá skvettist á mann svitinn úr hárinu. Já og líka þarna var þessi akfeita stúlkukind farin úr að ofan og ég er vissum að hún sé með rass lengst upp á bak, ég hef aldrei séð svona langsum fellingar á fólki.
Svo sáum við líka e-ð sem við gerðum okkur ekki grein fyrir hvort væri karl eða kona, það var risa stórt og feitt með sítt hár, sýndist að það væri ekki hár undir höndunum (það var sko í hlýrabol.
En eníveis þá held ég nú að tónleika förum mínum sé nú lokið þetta sumarið, ég er búin að fara á 3 tónleika, 2 mjög góðir.
jæja segum það gott

Engin ummæli: