Það er andskotan ekkert búið að vera að gera í vinnunni í dag þannig að ég hafði nægan tíma í dag til að leika mér í vinnunni, og eitt af því sem ég gerði var að æra hana Ernu fernu alveg upp úr skónum, hún var alveg hreint að missa sig við mig, þannig að ég ákvað að hætta að bögga hana, svona svo hún hætti nú ekki alveg að tala við mig ;o)
Þá tók nú ekkert betra við, þegar lítið er að gera í vinnunni þá á einn vinnufélagi minn það til að sörfa smá á netnu og skoða soldið ....... myndir, og galar alltaf á mig: Rósa!!! Rósa!! komdu og sjáðu þennan maður!!!. Við erum sem sé að skoða nakta karlmenn sem eru að reyna að hössla á netinu með því að sýna mjög ýtarlegar myndir af öllum líkamanum nema hausnum, hef meira að segja séð mynd upp í boru og hhmmm já þið getið ímyndað ykkur rest. Þetta er bara simple homma klám!!! sem ég myndi ekki mæla með fyrir viðkvæmar sálir.
Já og svo í dag þá erum við búin að fá soldið af fölsuðum seðlum inn í dag, þetta eru svo gervilegir seðlar að ég á bara erfitt með að trúa því að heilvita manneskja láti gabbast af þessum seðlum, en það virðist sem þetta blessaða bensínstöðvarfólk sé glært í gegn því allir þessir seðlar koma frá þeim, ég meina þetta er bara venjulegur pappír. KOMON!!!
þriðjudagur, júní 15, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli