föstudagur, júní 11, 2004

Leti og meiri leti, fita og meiri fita

Mest lítið að gerast, fór í ísbíltúr með strákunum í gær og þeir gerðu ekki annað en að glápa á sætar stelpur, til dæmis í ísbúðinni og ef gellur keyrðu framhjá okkur gláptu þeir bara útúr sér augun, ég meina það var ein mega skutla með þeim í bílnum ;o)

Ég er engan veginn að standa mig í þessu átaki mínu núna, ég bara ét og ét og er algerlega sykursjúk orðin, en ég verð að fara að taka mig á, verð að ná af mér prófunum ;o)

Það var soldið lítið að gera í vinnunni hjá mér í morgun þannig að ég fór náttúrulega að leika mér á netinu smá og fór inn á íbúðarlánasjóð og ákvað að ath hversu hátt greiðslumat ég fengi, og ég fyllti allt út mjög samviskusamlega. Svo ýti ég á reikna, og þá kom út að ég gæti leypt húsnæði fyrir 2.800.000 :o/ E-ð finnst mér það nú lítið, en þá benti hún Arna vinkona mín mér á það að ég gæti keypti mér bara mjög flottan húsbíl sem er bara alger snilld, þá getur maður til dæmis um helgar bara keyrt húsið niður í bæ og haldið partý og svo bara gengið heim eftir djammið og svo líka ef manni langar í rólegt og gott umhverfi þá bara farið út úr borginni, maður væri aldrei fastur á einum stað, til dæmis á veturna bara leggja húsinu á bílastæði skólans og þá get ég bæði sofið lengur og lagt mig strax eftir tíma. Þetta er alveg e-ð til að taka til athugunar ;o)

Engin ummæli: