fimmtudagur, september 01, 2005

Viva la Berlín

Ég er náttúrlega alger sauður stundum…..
Ég mætti með stæl í vinnuna í gær, var mega dugleg sko.. mætti í skólan fyrst klukkan 8 og svo í vinnuna kl 12.. en já þegar ég er að ganga inn á skrifstofu sé ég yfirmann minn og vinnufélaga vera saman inn á skrifstofu yfirmannsins.. og þar sem skrifstofa yfirmanns míns er rétt hjá skrifborðaröðinni minni að þá er ég að beyja inn í mina röð og sný hausnum til þeirr að vinka þeim í leiðinni… já já ég næ að ganga á glervegginn sem er þarna og það kom góður skellur og allir sem voru ekki farnir í mat risu upp úr sætum sínum að ath hvað væri að ske….. ok ok Rósa mætt á svæðið með stæl… allir tóku eftir því….
Svo í morgun að þá er ég svona vakandi sofandi og ætla að taka eina góða biltu í rúminu og ég náði að skalla hnúðinn á helvítis ofninum og það dundi í öllu húsinu…mamma kom náttúrulega hlaupandi inn að ath hvað væri í gangi…þetta hefur örugglega verið fyndin sjón ég haldandi um hausin með þessa líka fínu náttgrímu sem ég keypti mér í Berlín.. ég kenni náttgrímunni um.. þar sem ég var með hana á og sá ekkert…..fékk smá kúlu eftir þetta högg…

En já Berlín var snild, keypti aðeins meira en þessa blessuðu náttgrímu.. tek það fram að það var bara aðeins meira.. ..ekkert mikið meira…. Hemildaöflun gekk líka bara ágætlega… en þetta snéris nú fyrst og fremst um það að fá the feeling fyrir Berlín….og við náðum því sko alveg…. Urðum báðar mjög hrifnar af Berlín…Sérstaklega bjór görðunum, það er hrein snild... Við túristuðumst þó nokkuð og skoðuðum svona heldstu atractions og hreinlega gengum af okkur rassgatið.. sem ég reyndar má ekkert við þar sem ég er flatrassa en hún erna mín er nú komin í flokk með mér þar sem hún gekk það nú af sér líka...þetta var eins og 5 daga líkamsræktabúðir... brennsla og lyftingar..... En þrátt fyrir þessu átök þá var þetta rosalega gaman og ég skil hreinlega ekki hvað er að Íslendingum að vilja ekki fara þarna meira...

Engin ummæli: