miðvikudagur, september 07, 2005

Skólalíf


Þá er ég komin í skólarútínuna... já mætti í skólan í dag og það á réttum tíma...kom svo heim um hálf 2 kom mér fyrir upp í sófa að skoða IKEA bæklinginn og rotaðist.... ljúfa líf þetta skólalíf... það var nú soldið gott að loka augunum smá eftir erfiðan morgun að fylgjast með ;o) RÆT!!
Þetta er náttúrulega ekki sniðugt... á að vera að læra en ekki sofa...eða bara gera e-ð...

En já það eru einmanna helgi eða dagar framundan þar sem sálufélagi minn hún erna ætlar að stinga mig af til DK....þessi dekurrófa, alltaf að fara frítt til DK...ég verð bara hálfmanneskja...þar sem allir segja að við séum samvaxnar... erna vill halda því fram að við séum samvaxnar við haus og svei mér þá ég held það sé rétt hjá henni.....

Þarf svo að fara að skella inn myndunum frá Berlín og fleirra, er ekki búin að vera nógu góð að færa yfir í tölvuna og þar með öll kortin mín full.... vildi óska ég gæti sagt það um debban minn...

Engin ummæli: