föstudagur, ágúst 05, 2005

Dame for dummys

Ég var að velta því fyrir mér í dag þar sem það er til exel, word og name it ..for dummys, ætli það sé það ekki til “dame for dummys” Alla vega ef það er til og e-r á hana til vil sá/sú hin sama lána mér þá bók... Ég er farin að fá að heyra það of oft að ég sé engin dama....”oooohhhh RÓSA!!DAMA!!!” þetta heyri ég ósjaldan....Minn XX sagði þetta einnig ósjaldan við mig..honum fannst ég e-ð voða ódömuleg... :o/... og svo eru vinkonur mínar og þá sérstaklega erna (mesta daman sem ég þekki) farin að segja að taktarnir í mér og hljóð minni hana á trailertrash kellingu.. allt sem mig vanti sé 100 kg og hvítan götóttan skítugan hlýrabol.
Ég meina ég hef gert heiðarlega tilraun til að vera í pilsi, kjól og háhælum... en alltaf enda ég þá með að vera komin á táslurnar frekar en skónum og kjólar eða pils hafa átt það til að fara soldið hátt upp.. enda finnst mér ég voða heft í pilsi eða kjól....
En það er spurning um að gera enn aðra tilraun með þetta......


Og svo er villimey byrjuð að vera dugleg að blogga aftur...nú er gellan byrjuð að taka upp á því að henda inn eldeldeldeldeld gömlum djamm myndum og er ástand sumra misjafnt á sumum myndunum ;o)

Svo ætla ég að setja smá djúsi hér eftir helgi....fann mynd af ungri stúlku sem mér finnst minna óneitanlega mikið á Jay Lenno..og þá sérstaklega hökuna.....er að pæla hvort sumir séu með thing fyrir einkennum sem eru á seleps....fyrst J´Lo rassinn og nú Jay Lenno hakan ;o) Þá vel ég nú frekar J´Lo kúlurassinn/fótboltarass ;o)

Engin ummæli: