Er ekki bara nóg að blogga einu sinni í viku.. hehe…. Þá fer ég yfir vikuna sem leið frá síðasta bloggi……
Óvissan var hrein snild…. Strákarnir eða frikki bakaði pítsu ofan í okkur sem við átum yfir okkur af og svo fengum við eftirrétt sem maður hefði nú betur sleppt…. Við láum afvelta eftir allt þetta át og vorum hreint að drepast í maganum hehe… okkur nær að éta svona mikið…. En já við forum í gegnum allar myndir sem frikklís hefur tekið á þessum 2 og hálfa ári sem við höfum verið klínd saman…. Og var þetta alveg 3 tíma prósess að skoða þetta allt.. og alveg meiriháttar gaman…..aldrei datt mér í hug að við hefðum öll breyst svona rosalega mikið…. Mér finnst mínar breytingar reyndar vestar…… Svo þegar mynda-showinu var lokið forum við öll til Guðbjargar…þar var nóg af veitingum….og fengum við erna okkur aðeins í eina tánna.. en ekki aðra eins og sumir vilja segja.. því við erna erum jú með 10 tær en ekki tvær….Strákarnir fóru heim en við erna kíktum á óliverinn….við vorum mættar á svæðið rúmlega 1 og fórum beint á dansgólfið þar sem við vorum næstu rúmlega 3 tímana….. enda komum við rennsveitar út eftir góða sveiflu á dansgólfinu….Það var hreinlega bara of gaman til að hætta….
Laugardeginu var eytt í sundi…. Þar sem erna tók stökkbreytingum og breyttist í redneck…. Sumir til dæmis eins og ég sækjumst eftir brúnalitnum.. en erna hún náði sér í rauðan…. Hann fer henni alveg ágætlega sko…. Það sést ekki hvort hún fari hjá sér eða sé heitt í hammsi því að hún er alltaf rauð… kvöldið var frekar rólegt sem er ólíkt okkur ernu…. En….við enduðum nú samt niðri í bæ og dansandi á óliver…. Hehe… það var svo gott veður þegar við vorum að fara heim að við ákváðum að labba heim til hennar heim úr bænum…..
En já stefnan var svo tekin í bíó á sunnudeginum.. en ….sumir gleymdu sumum þannig að það varð ekkert úr því….
þriðjudagur, júlí 26, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli