mánudagur, ágúst 15, 2005

Golfið+brúðkaup

Þá er mar búin að taka þátt í sínu fyrsta golfmóti…. Það var golfmót í vinnunn á föstudaginn og var mitt lið eitt af 4 efstu liðinum.. það voru sem sé 4 lið jöfn ;o) og svo fékk ég svona auka “verðlaun” fyrir besta skotið…sem sagt skammar verðlaun :o/…átti víst e-ð voða aulalegt skot.. sem kemur fyrir besta folk… held samt að það hafi verið e-ð plott í þessu.. þar sem einn í nefndinn var með mér í liði og var e-ð að stríða mér….trúi því bara ekki að ég hafi átt versta skotið ;o) Ég lenti með mestu pervertum fyrirtækisins örugglega í liði og var takmark þeirra að hella mig fulla… sem tókst…. En þetta var svaðalegt stuð…djammaði af mér rassgatið…

Svo á laugardaginn var svo brúðkaup hjá Hirti og Karen frænku… það var rosalega flott… þau eru svo sæt saman, þau eru búin að vera saman í 10 ár!!! Shit það er rosalegt…. Fór að pæla í þessu þarna… allar frænkur mínar á mínum aldri eru gengnar út…..nema ég ;o) Reyndar eru 2 svona eldri frænkur mínar ekki gengnar ú tog vorum við að ræða þetta þarna við borðið í brúðkaupinu… þá kom pabbi gamli með besta comment ever….Karlmenn eru eins og reiðhjólahjálmar, ekki til að láta sjá sig með á almannafæri ;o)

Engin ummæli: