Já maður hefur ekki bloggað lengi lengi. Míns er byrjuð í nýrri vinnu, byrðjaði í gær, held mér líki þetta bara swell.
Ég fór verstur um helgina með mö, pa, brósa, Lukku og Mínum "heitt elskaða" ;o) (bara gert fyrir þig Erna) Það var alveg ágætis veður þrátt fyrir vondu veðurspána, fórum út um allt og gerðum allan andskotan, enda verið að sína Hermanni sveitina mín ;o) Sem er líka þetta rosalega falleg.
Svo átti að taka eina ernu og fara í svona rómó göngu yfir Hellnahraunið en við urðum svo óheppin að það byrjaði að rigna á okkur, eina skiptið sem ringdi á okkur í ferðinni, þannig að ég tók það sem merki að ég á ekkert að reyna neitt rómó drasl. Aftur á móti ef það hefði ekki ringt þá hefði svo sem verið hægt að reyna e-ð skemmtilegt þarna úti í náttúrunni ;o)
Jæja kveð að sinni verð að fara að vinna, þýðir ekki að vera slæpast strax í nýrri vinnu.
þriðjudagur, júní 29, 2004
þriðjudagur, júní 15, 2004
Bara normal vinnudagur
Það er andskotan ekkert búið að vera að gera í vinnunni í dag þannig að ég hafði nægan tíma í dag til að leika mér í vinnunni, og eitt af því sem ég gerði var að æra hana Ernu fernu alveg upp úr skónum, hún var alveg hreint að missa sig við mig, þannig að ég ákvað að hætta að bögga hana, svona svo hún hætti nú ekki alveg að tala við mig ;o)
Þá tók nú ekkert betra við, þegar lítið er að gera í vinnunni þá á einn vinnufélagi minn það til að sörfa smá á netnu og skoða soldið ....... myndir, og galar alltaf á mig: Rósa!!! Rósa!! komdu og sjáðu þennan maður!!!. Við erum sem sé að skoða nakta karlmenn sem eru að reyna að hössla á netinu með því að sýna mjög ýtarlegar myndir af öllum líkamanum nema hausnum, hef meira að segja séð mynd upp í boru og hhmmm já þið getið ímyndað ykkur rest. Þetta er bara simple homma klám!!! sem ég myndi ekki mæla með fyrir viðkvæmar sálir.
Já og svo í dag þá erum við búin að fá soldið af fölsuðum seðlum inn í dag, þetta eru svo gervilegir seðlar að ég á bara erfitt með að trúa því að heilvita manneskja láti gabbast af þessum seðlum, en það virðist sem þetta blessaða bensínstöðvarfólk sé glært í gegn því allir þessir seðlar koma frá þeim, ég meina þetta er bara venjulegur pappír. KOMON!!!
Þá tók nú ekkert betra við, þegar lítið er að gera í vinnunni þá á einn vinnufélagi minn það til að sörfa smá á netnu og skoða soldið ....... myndir, og galar alltaf á mig: Rósa!!! Rósa!! komdu og sjáðu þennan maður!!!. Við erum sem sé að skoða nakta karlmenn sem eru að reyna að hössla á netinu með því að sýna mjög ýtarlegar myndir af öllum líkamanum nema hausnum, hef meira að segja séð mynd upp í boru og hhmmm já þið getið ímyndað ykkur rest. Þetta er bara simple homma klám!!! sem ég myndi ekki mæla með fyrir viðkvæmar sálir.
Já og svo í dag þá erum við búin að fá soldið af fölsuðum seðlum inn í dag, þetta eru svo gervilegir seðlar að ég á bara erfitt með að trúa því að heilvita manneskja láti gabbast af þessum seðlum, en það virðist sem þetta blessaða bensínstöðvarfólk sé glært í gegn því allir þessir seðlar koma frá þeim, ég meina þetta er bara venjulegur pappír. KOMON!!!
föstudagur, júní 11, 2004
Leti og meiri leti, fita og meiri fita
Mest lítið að gerast, fór í ísbíltúr með strákunum í gær og þeir gerðu ekki annað en að glápa á sætar stelpur, til dæmis í ísbúðinni og ef gellur keyrðu framhjá okkur gláptu þeir bara útúr sér augun, ég meina það var ein mega skutla með þeim í bílnum ;o)
Ég er engan veginn að standa mig í þessu átaki mínu núna, ég bara ét og ét og er algerlega sykursjúk orðin, en ég verð að fara að taka mig á, verð að ná af mér prófunum ;o)
Það var soldið lítið að gera í vinnunni hjá mér í morgun þannig að ég fór náttúrulega að leika mér á netinu smá og fór inn á íbúðarlánasjóð og ákvað að ath hversu hátt greiðslumat ég fengi, og ég fyllti allt út mjög samviskusamlega. Svo ýti ég á reikna, og þá kom út að ég gæti leypt húsnæði fyrir 2.800.000 :o/ E-ð finnst mér það nú lítið, en þá benti hún Arna vinkona mín mér á það að ég gæti keypti mér bara mjög flottan húsbíl sem er bara alger snilld, þá getur maður til dæmis um helgar bara keyrt húsið niður í bæ og haldið partý og svo bara gengið heim eftir djammið og svo líka ef manni langar í rólegt og gott umhverfi þá bara farið út úr borginni, maður væri aldrei fastur á einum stað, til dæmis á veturna bara leggja húsinu á bílastæði skólans og þá get ég bæði sofið lengur og lagt mig strax eftir tíma. Þetta er alveg e-ð til að taka til athugunar ;o)
Ég er engan veginn að standa mig í þessu átaki mínu núna, ég bara ét og ét og er algerlega sykursjúk orðin, en ég verð að fara að taka mig á, verð að ná af mér prófunum ;o)
Það var soldið lítið að gera í vinnunni hjá mér í morgun þannig að ég fór náttúrulega að leika mér á netinu smá og fór inn á íbúðarlánasjóð og ákvað að ath hversu hátt greiðslumat ég fengi, og ég fyllti allt út mjög samviskusamlega. Svo ýti ég á reikna, og þá kom út að ég gæti leypt húsnæði fyrir 2.800.000 :o/ E-ð finnst mér það nú lítið, en þá benti hún Arna vinkona mín mér á það að ég gæti keypti mér bara mjög flottan húsbíl sem er bara alger snilld, þá getur maður til dæmis um helgar bara keyrt húsið niður í bæ og haldið partý og svo bara gengið heim eftir djammið og svo líka ef manni langar í rólegt og gott umhverfi þá bara farið út úr borginni, maður væri aldrei fastur á einum stað, til dæmis á veturna bara leggja húsinu á bílastæði skólans og þá get ég bæði sofið lengur og lagt mig strax eftir tíma. Þetta er alveg e-ð til að taka til athugunar ;o)
fimmtudagur, júní 10, 2004
Skautar og sund
Eins og ég sagði í fyrra bolggi þá þá fór ég í sund í gær og línuskauta. Við erna ferna fórum á línuskautum í árbæjarlaugina. Fernulíus er e-ð að röfla á sínu bloggi að hún hafi þurft að bíða e-ð aðeins eftir mér meðan ég leitaði af skautunum mínu, en það sem ég þurfti að bíða eftir henni þanngað til við gætum lagt af stað, hún hringdi í mig og sagðist vera komin eftir 10 mín en eins og þeir vita sem þekkja Fernu að þá þýðir þá 30-40 mín minnst, svona rétt eins og þegar hún er á leiðinni til mann og segist vera á Breiðholtsbrautinni en er í reynd á Sæbrautinni. Ég var náttúrulega að fara á skautana mína í fyrstaskipti í sumar og var ekki búin að taka þá fram, enda vissi ég alveg hvar þeir voru, en nei haldiði ekki að lilti bró hafi verið búinn að grafa þá undir gólfsett sem var hundir dekkjum sem var undir garðslöngu sem var undir e-ð fleirru helvítis drasli. Jæja en loks fundust skautarni og mín ætlaði að skella sér í þá þá sá ég mér til mikillar ógeðfeldni að það var kóngulóarvefur ofan í skautunum, og auðvitað öskraði ég upp og þurfti að leita hjálpar hetjunnar minnar hans pabba. Jæja loks gátum við lagt af stað og gekk ferðin okkar mjög vel í árbæjarlaug, loks þegar við vorum komnar blautar og æstar að komast í laugina, eeeeeeeeeeennnnnn þá kom í ljós að ég gleymdi sund fötum og eins og flestir vita að þá eru sundfötin sem maður getur fengið lánuð í laugunum nú ekki neitt æðislega spennó þannig að það var ekki annað til í myndinni en að hringja í hetjuna hann pabba og láta hann skutlast með sundfötin mín, e-ð fannst honum þó ótrúlegt að þessu litlu bikini hyldu minn stóra barm en þó kom hann með þau.
Eftir þetta gekk allt eins og það átti að gera. En ég vil bara koma því á fram færi að það er hún Ferna sem er sauðurinn en ekki ég, en þetta gladdi hennar litla hjarta svo að ég gæti gert svona mistök EINU SINNI, en þetta voru svona mistök sem eiga betur við hana en mig.
Eftir þetta gekk allt eins og það átti að gera. En ég vil bara koma því á fram færi að það er hún Ferna sem er sauðurinn en ekki ég, en þetta gladdi hennar litla hjarta svo að ég gæti gert svona mistök EINU SINNI, en þetta voru svona mistök sem eiga betur við hana en mig.
miðvikudagur, júní 09, 2004
Þreyta
Maður er bara alveg búin á því, var geðveikt dúgleg að hjóla í vinnuna í morgun og nú býður mín að fara að hjóla heim, alltaf hryllir mér jafn mikið við því. Svo á eftir þá ætlum við Fernúlia að fara á línuskautunum okkar í árbæjarlaugina, þannig að ef þið viljið sjá drop dead gorgeous kroppa að þá er það málið að mæta upp í árbæjarlaug og líta okkur fernulíu augum ;o)
fimmtudagur, júní 03, 2004
Þá er maður komin heim og það er alveg jafn mikið að gera hjá mér eins og áður en ég fór út. Það var soldið gaman þarna í Finnlandi með Boccia krökkunum og alveg dýrka ég krakkana meira nú en áður. Við urðum föst í Finnlandi vegna þess að SAS í Danmörku var í verkfalli og urðum við þá að vera dagi lengur en við áttum að vera, SAS reddaði okkur þessu rosalega flotta hóteli, ég hef aldrei verið á svona flottu hóteli. Nenni ekki að segja meir frá ferðinni.
Svo er það næsta mál á dagskrá. Það er þetta blessaða afmæli, ég er að ná aldarfjórðungi. Ég veit hreint ekkert hvað ég á að gera í þessum málum. Ég nenni ekki að vera halda e-ð mega partý, finnst það bara ekki skemmtilegt. En þetta kemur bara allt í ljós, læt vita í síðasta lagi á morgun ;o)
Svo er það næsta mál á dagskrá. Það er þetta blessaða afmæli, ég er að ná aldarfjórðungi. Ég veit hreint ekkert hvað ég á að gera í þessum málum. Ég nenni ekki að vera halda e-ð mega partý, finnst það bara ekki skemmtilegt. En þetta kemur bara allt í ljós, læt vita í síðasta lagi á morgun ;o)
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)