Sit hérna uppi í sófa að hlusta á Citizen Cope....djöfull er gott að vera laus við rörin eins og frikklís kallar þau....en samt er þetta soldið öðruvísi núna en venjulega því þau tóku hana lukku mína með...vantar alveg að hafa hana...enginn að kúra hjá mér og vilja láta klappa sér....held ég gæti aldrei verið alveg voffalaus í framtíðinni....
Helgin var alveg frábær...byrjaði með djammi með vinnunni á föstudeginum, risa Avion partý, það byrjaði upp í Atlanta og svo var farið í Eimskip, við slepptum því að taka rútuna því Addi var á bíl.. en á leiðinni niður eftir að þá þurftum við að pikka upp tvo flugmenn og Ernu, sem þýddi að það var yfirfarþegi í bílnum því að við vorum nú þegar tvær með, ég og erna og Addi..auðvitað slóum við vinkonurnar í gegn hjá flugmönnunum..málið var þegar erna erl. Kom í bílinn þá sagði ég að ég hafði tekið handa henni smint sem var verið að gefa í hófinu áður...og setti svo inn á eftir “því þú ert alltaf svo andfúl ;o)”... svara mín ekki bara :”það er því ég er alltaf í klofinu á þér”...hehe..þetta sló alveg í gegn hjá flugmönnunum og töluðu þeir ekki um annað en að við ættum öll að vera andfúl saman hehe ;o) En það var svo farið í bæinn og drukkið frá sér allt vit..dansað eins og fárálingar í e-m balletsporum.... fórum þó snemma heim á okkar mælikvarða....kl 3
Laugardagurinn var rólegur og góður.. til að byrja með ;o)... Bauð Ernu og annari Ernu og Lindu heim og grilluðum við og við Erna drukkum... svo var farið niður í bæ.....Á leiðinni heim reyndi ég svo að koma Ernu út.....skellti á hana strikamerki og reyndi að selja hana á 199 kr.... e-ð gekk mér það illa, þannig að ég lækkaði hana niður í 99 kr...og svo endaði í 0,99 kr og allt kom fyrir ekki...þannig að hún varð bara að enda heim með mér.....greyið stelpan....held samt að henni hafi ekkert þótt það verra ;o) Og já ekki má gleyma því....ég var hér að væla um það um daginn að það væri svo mikið af ástarlögum og blabla og af hverju mar finndi engan sem gæti sungið svona lög til manns...hehe rétt áður en ég sofnaði hringir síminn minn og þar er gaur sem sagðist elska mig svo mikið og tók svo lagið: "Ég elska þig svo heitt að mig sundlar og verkjar. Í faðmi þínum þú lætur mig finna til sektar. Útí horni liggur kisi þinn og malar, inni á baðherbergi stendur vofan þín og talar" Er ekki alveg með tölu á því hve oft hann hringdi og sagðist elska mig og söng þennan part úr Afgan fyrir mig....en því miður að þá var þetta nú bara hann Kristinn en ekki draumaprinsinn ;o)....en það er gott að vita að e-r elskar mann svona mikið hehe... og til að muna það þá var þetta tekið upp
mánudagur, júní 27, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli