mánudagur, júní 13, 2005

Góð helgi

Þetta var bara hin fínasta helgi....ég, erna, orri og gylfi fórum upp í sumarbústaðinn hans gylfa og family á föstudagskvöldinu: við vorum reyndar ekki komin fyrr en um kl 10 um kveldið en það er okey....Einhverra hluta vegna vorum við erna látnar kaupa í matinn fyrir þetta og þegar í bústaðinn var komið voru strákarnir ekkert rosa hrifnir af innkaupum okkar ;o) til dæmis fannst þeim allt of lítið að við hefðum keypt 4 hamborgara ofan í 4 manneskjur og líka bara einn cocopuffs.....skil það engan veginn... meina ég borða aldrei meira en einn borgara.....þetta er ekkert nema græðgi í strákunum....svo vældu þeir yfir hinu og þessu sem þeim fannst vanta.... meina ef það verður farið svona aftur þá geta þeir bara séð um innkaupin sjálfir!!!! Svo var skellt þessum borgurum..eða skinkusneiðum að þeirra mati á grillið og étið með bestu list...svo var hoppað í pottinn, við erna mættum í okkar fínu hjúkkubúningum hehe orra til mikillar gleði :oP, síðan gátu stráka fíflin ekki setið á sér þurftu endilega að drekkja okkur... þar sem þeir vissu að við vorum að reyna allt til að halda hárinu þurru. Svo var spilað fram eftir nóttu... það þarf nú varla að nefna það en við erna erum enn ósigrandi í sequens ;o) Síðan þegar fólk var að leggjast til rekkju þá tókum við erna eftir því að orri og gylli þurftu að kúa saman eins og við hehe en það gekk ekki betur til en svo en að orri fór í gegnum rúmið...þá var vælt úr hlátri hahaha og skildi hann gylla grey eftir í skökku rúmi...

Laugardagurinn: var æði...vöknuð e-n tíman fyrir hádegi og þá það var steikjandi hiti :oD.. það var legið og reynt að steikja sig fram yfir hádegi..svo farið í "rómó" göngu niður á "strönd"..þegar komið var til baka var ákveðið að skella sér í sund á laugavatni...þar vorum við í ca 3 tíma....einnig varð að kaupa meira í matinn..Svo þegar upp í bústað var komið var grillað aftur...sötrað rauðvín og svo skellt sér á papaball...okkur ernu leiðist það sko ekki ;o) var dansað eða hoppað frá sér vitið þarna og komum við rennandi sveittar út....

Sunnó: var mjög rólegur...horft á TV og sofið...fórum seint af stað í bæinn...

Þetta var frábær helgi...... held barasta að ég hafi aldrei komið jafn vel sofin úr sumarbústaðarferð.....
Takk fyrir mig !!

Engin ummæli: