Ojbarasta.... ég er búin að vera að reyna hérna í allt kvöld að taka til í skápnum mínum og það gengur frekar illa... kannski er það vegna þess að þegar ég finn gamla flík sem ég hef ekki notað lengi að þá verð ég að máta hana....stundum finn ég e-ð sem var í tísku fyrir langalanga löngu og verð að fara í það bara fyrir fönnið....fann til dæmis dragt sem ég á sem er hvít, jakkinn er þröngur og pilsið er svo stutt að það nær rétt niður fyrir sníp ég skil ekki fyrir nokkurn mun hvernig ég gat verið í þessu.....
Ég er að verða búin að henda út 10 kg af fötum og ég sé bara engan mun á skápnum hjá mér....en samt á ég ekkert af fötum....ég auglýsi hér með eftir skápaplássi...ef e-r á skápapláss sem hann/hún má missa þá gæti ég vel þegið afnot af því ;o)
miðvikudagur, júní 15, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli