mánudagur, maí 30, 2005

Gísli Mart

Eurovision2005: Gullmolar Gísla Marteins
Gísli Marteinn Balddursson er besti kynnir sem við eigum, aðmatri margra, ekki mínu. – Hann er einlægur, húmoristimikill og hefur gaman af því sem hann er að gera. Á netinu ganga nokkrir gullmolar sem Gísli Marteinn hefurlátið falla í Eurovision keppninni í ár. Tókum við saman nokkra af þessum molum:
"svo þessi veðbanki getur bara tekið þessar spár sínar ogstungið þeim upp í....(löng þögn)...rassvasann á sér!".

"ooo ég var búin að gleyma að Ísland byrjaði á Æ-i".

"Hún er ekkert ógeðslega ljót".

Flytjendur Noregs; "Búningarnir eru svo þröngir að það sésthverjar trúar þeir eru”. Le Danir fá þrjú stig".

"Já, já. Þær eru eistneskar stelpurnar frá Sviss”.

"Hér stígur hún á stokk með lagið Touch my fire eða Komduvið kvikuna á mér".

Flytjandi Möltu var sver og mikil ung kona og þá segirGísli Marteinn; “skyldi þessi fá að ættleiða?”. ...

“sykurpúði og hunangskoddi”...Um flytjanda Kýpur.

"jæja nú uppfyllti Kýpur eina skilyrðið sem það þurfti aðgera til að fá 12 stig frá Grikklandi en það var að mæta ásvið sem og hann einmitt gerði".

Um verðlaunagripinn. “Þetta er skíragull...þetta er skoekki gullið sem ég var að tala um áðan”.

Af BLOGGINU hjá Gísla Marteini á rúv; "Okkur finnst mjögfyndið að þetta heiti Kievsky, því þegar við erum aðþykjast tala úkraínsku, endum við allt á -skí endingunni.Einn hambúrginskí og kókskí takk. Takkskí. Og það eru tveirveitingastaðir á hótelinu. Getiði einu sinni hvað þeirheita. Evrópeskí og Slóvenskí. Það er náttúrulegabrilljantskí, einsog Vala Matt myndi segja ef hún væriúkraínskí".

Engin ummæli: