ágætis helgi lokið
Byrjaði á kaffihúsaferð á fimmtudaginn.. þar sem við vorum nokkrar stelpur saman og náðum við að ná allri athygglinni á svæðinu og meira að segja fengum við líka klapp ;o) Það var sko þannig að e-n vegin tókst okkur að setja borðið okkar á hliðina og allt sem var á því mol brotnaði á gólfinu...hihi fengum meira klapp heldur en trúbadorarnir sem voru að spila þarna...
Svo á föstudeginum var kosningarvaka í skúlen.. við erna byrjuðum að sötra hérna heima hjá mér og fórum svo niður í glæsibæ með kristni á samkomuna.. Það var nokkuð gaman þar.. og drukku sumir meira en aðrir...Svo fórum við í bæinn.. en enduðum snemma heim.. enda vinna daginn eftir...
Laugardagskveldið var frekar rólegt, var á bíl.. ég byrjaði á partý hjá Lísu æskuvinkonu, síðan lá leið í partý á e-ð-götu þar sem var mikil drykkja og fjör á liðinu.. enda saman safn íþróttamanna og eru þeir yfirleitt fjörugir með víni... Það var nú ekki hægt að kvarta undan útsýninu þarna ;o)
En ég kvarta yfir því að hafa verið BLÁ EDRÚ.. valdi sko ekki rétta daginn....
Svo lá leið niður í bæ....Við Erna byrjuðum á Vegamótum eins og svo oft áður... Þar hitti ég gamla vinkonu sem ég hef ekki heyrt né séð í ár... ég þekkti hana ekki, starði bara á hana eins og e-r dóni þegar hún pikkaði í mig... hugsa sér að ég hafi talið þessa stelpu vera eina af mínum betri vinkonum á sínum tíma..varð eiginlega soldið reið þegar hún fór að tala um að við yrðum að hittast og blabla, það var einmitt hún sem hætti að hafa samband.....en tímar breytast... hún var þarna með núverandi míns fyrrverandi... síðan þegar ég fór upp þá komu þær stutt á eftir og þá var verið í sýnisferð að sýna mig ;o) hehehe ég ákvað bara að vera almennileg og tók í spaðan á henni og kynnti mig eins og siðað fólk gerir; Sæl ég er Ragnheiður, fyrrverandi hans Jóns... Ég fékk ekki miklar undirtektir hjá stelpu greyinu, bara hhhheeee....
En já síðan hittum við Orra og Baldur (himnalengja) vin hans, fórum með þeim inn á Pravda.....
Síðan kvöddum við erna og komum okkur heim um 4, en áður en bærinn var kvaddur komum við að fá okkur pítsu á De Vitos....
sunnudagur, mars 20, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli