miðvikudagur, mars 16, 2005

Góður draumur

Þá er mar búin að heimsækja meiripart af liðinu sem er upp á spítala... Heimsótti ömmu gömlu og Örnu óheppnu líka, já greyið hún arna mín átti að vera komin til Brighton en lenti upp á spítala nóttina áður en hún átti að fara út, lán í óláni það... Það er nú betra að vera á spítala hérna heima og með mömmu sína við hlið sér...

Svo er ég algerlega aðgerðalaus þessa dagana, því ég var í svo rosa aktívum hóp í nýsköpun að verkefnið er búið sem við eigum að skila á föstudaginn, meðan ég sat upp í skóla langt fram eftir í síðustu viku þá voru vinir mínir úti að leika sér..t.d fóru þau á bretti :o( og míns komst ekki með.. En já svo hef ég allan tíman í heiminum núna en þeirra hópar eru náttúrulega í rassgati og þau eru núna upp í skóla að vinna í þessu fjandans verkefni og ég er að deyja mig langar svo að gera e-ð.....getur enginn leikt við mig... nema hundarnir mínir.

Já ég verð sem sé að passa auka hund þessa dagana, og var fyrsta nóttin núna í nótt, þetta var algerlega svefnlaus nótt hjá mér því að litla greyið sem ég er að passa var alltaf að vekja mig.. krafsa í rúmið og vildi bara fá mig framúr að leika eða kela við sig eða e-ð. Svo var mig farið að dreyma eitt skiptið mjög góðan æsandi draum, flottur gaur að kyssa á mér hálsinn og svona voða blaut.... þá vakna ég...... er það ekki hundurinn standandi yfir mér að sleikja á mér hálsinn.. AAAARRGGG!!!! Af hverju gat það ekki verið e-r stödd!!! :o(

Engin ummæli: