Það er nú að koma að næstu helgi og ég er ekki farin að segja frá síðustu helgi :o/
Síðustu helgi fór ég í Skaftafell í útilegu, ég er nú enginn pró í þeim málum en tel þetta nú hafa gengið ágætlega, við fórum 6 (Ég + Hildur, Kolla + Bjarki og Berlind(vinkona Kollu) + Elmar) af stað úr bænum um 8 leytið eftir mikla bið eftir sumu fólki, notó bene ÞAÐ VAR EKKI ÉG!!
Sem sé ég og Hildur vorum makalausar og urðum við náttúruelga að tjalda nýja tjaldinu okkar alveg sjálfar, það gekk svona ágætlega, enda erum við makalausr, það eina sem var ekki alveg að ganga hjá okkur var að koma þessum helvítis tjaldhælum niður. En ég verð bara að segja að þetta var bara nokkuð vel gert hjá okkur.
Já svo daginn eftir vöknuðum við og fórum í ísklifur, það var alveg geðveikt gaman, ég kleif 2 veggi og er alveg geðveikt stollt af sjálfri mér :o) Mér tókst að sjálfsögðu að fá klaka í andlitið sem rispaði mig smá, og reka hnéð í ísinn þegar ég var að klífa upp og svo eitt skipti þegar ég var að höggva exinni í ísinn þá fór ís á milli brjóstanna, get sagt ykkur það að það er ekki gott að þurfa að hanga á ísvegg með klaka á milli brjóstanna að bráðna ÚFF!!
Við urðum öll rennandi blaut og sæt eftir klifrið og urðum við flest að leggja okkur eftir þetta, eða helmingur, hinn helmingurinn fór í göngu eftir klaka til að kæla bjórinn ;o)
Svo um kvöldið var grillað og fengið sér bjór, alveg heila 2 bjóra, svo var maður bara svo þreyttur eftir daginn að við vorum öll sofnuð fyrir 1.
Þetta var bara mjög fín blaut skemmtileg ferð og ekki spurning að það ætti að endurtaka þetta
Og ég gæti sko alveg orðið húkkt á ísklifur.
fimmtudagur, júlí 22, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli