miðvikudagur, ágúst 11, 2004

Permó!!!

Ég veit ég veit ég hef ekki verið neitt rosalega dugleg að blogga upp á síðkastið enda haft nóg að gera, það er mikið að gera hjá mér í vinnunni, nema núna í augnablikinu því faxið er bilað.
Það er mest lítið að gerast hjá mér, ég er búin að bóka ferð til Boston 13.nóv og verð í 3 nætur, við Hildur ákváðum að skella okkur í svona skoðunar/verslunar/skemmtunar/stelpuferð, mig er bara strax farið að hlakka alveg rosalega til, búin að skoða allt á netinu sem sagt er vera áhuga verðir staðir, hehe ég verð bara búin að sjá þetta allt áður en ég kem ;o) Því það eru svona webcam út um alla borgina, ég ætti kannski bara að afpanta ;o)
Já ég er ný komin úr klippingu og permó, er komin með frekar stutt hár, það er svona rétt fyrir neðan axlir og svo svona systratopp, þ.e.a.s. eins og systurnar í Jakaseli ;o) BH ogHH. En já svo þetta permanet, ég ákvað að fá mér permanet því ég er með svo rosalega SLÉTT hár, það þýðir ekkert að gera við það því það lekur allt úr því og permó á að gera hárið líka meðfærilegra, en jæja mín fékk sér permó og var alveg rosalega fín fyrsta daginn en svo varð það bara SLÉTT aftur, ég er með vonlaust hár!!!! Jónína hárgreiðslukonan mín var búin að vara mig reyndar við þessu, hún sagði að ég væri með svo slétt, stíft og þykkt mikið hár að ég mætti alveg eiga von á því að það yrði bara slétt vegna þyngsla.
En já þetta er það nýjasta að frétta af mér. Ég lofa að þegar skólinn byrjar verð ég duglegri að blogga því þá hef ég ekkert betra að gera í tíma ;o)

Engin ummæli: