mánudagur, apríl 26, 2004

Horfa framan í

Júhú Jæja þá er maður búinn að kynna markaðsrannsóknarverkefnið sitt fyrir fyrirtækinu, það gekk alveg ótrúlega vel, enda er skýrslan svo svo skýr og vel uppsett AF MÉR að hún segir sig bara alveg sjálf það þarf ekkert að útskýra hana.

Jájá það þurfti náttúrulega að koma með comment á fyrri reynslu mína af fleygnum fötum :o/ hehe það var náttúrulega mjög fyndið, enda lét ég mér það að kenningu ver og ákvað ég eftir það að vera ekki að reyna að troða þessum júllum í eitthvað fleygið og ekki heldur að reyna að vera í e-r helvítis minipilsi og sýna bara öllum upp í heila.
En ef maður rifjar upp söguna þá var þetta þannig að ákveðinn drengur í partíunu var e-ð að tala við mig ( hann satt á móti mér) og eins og fólk gerir þá horfir það framn í þann sem það er að ræða við, en þarna var líka hann Jóí vinur okkar og hann er nú ekki eins og fólk er flest og var sko EKKI að horfa framan í mig þegar ég var að tala....... svo stend ég upp úr sófanum og halla mér e-ð fram yfir borðið til að leggja áherslu á það sem ég var að segja og þá................RÚLLAR BARA ALLT HEILA KLABBIÐ út úr kjólnum (hann var soldið mikið fleyginn), og eini maðurinn sem sá þetta var sá sem horfir ekki framan í fólk þegar það talar!!!!! Honum til mikillar ánægju þá sá hann ALLT, en hinir gaurarnir voru ekki eins sáttir ;o)

Engin ummæli: