miðvikudagur, apríl 21, 2004

Þá varð friðurinn úti

Jæja friðurinn er úti heima, ma og pa eru komin heim úr útilöndunum. Mamma þarf alltaf að tala svo mikið við mig og gleymir því alveg að það er halda kjafti tími á heimilinu þegar ég er í prófum því annars gæti ég afhausað þau.

En auðvitað keyptu þau nú e-ð handa prinsessunni sinni og var það þessi fallega ljós blái, svaðalega flegni bolur þar sem brjóstin hreinlega rúlla upp úr, og svo keyptu þau eyrnalokkar í stíl, ég veit ekki alveg hvort þeir eiga að fara í eyrun eða hreinlega bara geirvörturnar þar sem þær ættu nú að sjást vegna þess hve fleginn bolurinn er. Það væri náttúrulega soldið kúl að mæta á djammi í þessum flegna bol með geirvörtunar upp úr og svona lokka í stíl í þeim ;o) Það er alla vega ekki spurning að það myndi vekja athyggli ;o) hehehe. Og þar sem ég væri komin í svona flegin bol, væri það það bara ekki við hæfi að ég tæki allan pakkan... færi líka í "rassahylju" eða öðru nafni minipils!!!!! Glætan það er e-ð sem ég held ég myndi aldrei fara í, það er ekki hægt að sitja venjulega í þessu maður verður að sitja eins og uppspert Barbiedúkka og getur ekki hreyft sig.
En bolurinn er nú samt flottur ég verð bara að vera í topp innan undir svona svo brjóstin séu ekki að flæða um allt ;o)

Engin ummæli: