föstudagur, maí 07, 2004

Mikil Sorg

Maður hefur ekki verið dugleg að blogga þessa dagana enda ekki verið neitt sérlega ánægulegir dagar hjá mér. Þannig er það að litla ljósið mitt, hann Ringo minn, er farinn hann var svæfður hinum langa svefni á mánudagskvölið 3.maí, hann var orðinn svo veikur að hann gat ekki gert neitt né haldi fæðu niðri hann ældi öllu sem reynt var að koma ofan í hann, og það var ekkert fyrir hann hægt að gera :o( Þetta er mikill missir fyrir mig, hann var minn, þetta er eins og að missa fjölskyldumeðlim enda var hann hluti af fjölskyldunni, hann var litla barnið mitt.

Nýrun í honum voru bara alveg hætt að starfa. Af hverju er þetta alltaf svona, þarf náttúrulega að gerast á versta tíma, í prófunum, nú get ég ekkert lært því ég hugsa bara um greyið mitt litla, núna þegar hann er ekki til að trufla mig meðan ég er að reyna að læra þá er hann samt að því, ég vildi náttúrulega mikið frekar vilja hafa hann hér að klóra í mig til að reyna að fá athygli mína á sig. Hann þurfti alltaf að vera með alla athygglina, held ég hafi bara aldrei kynnst eins athyglisjúkum hundi.
Þegar maður var að koma heim eða bara hann var í stuði þá hoppaði hann heil-hring af gleði, hring snérist. Honum þótti líka mjög gaman að stela sokkum, hann kom inn í herbergi til mann og tók sokk í munninn og beið svo eftir því að maður tæki eftir honum og þá rauk hann af stað til að fá mann til að elta sig. Svo líka þegar maður var að fara að sofa þá fór hann upp í rúm og sat þar að bíða eftir mér, og ef ég var kannski of lengi inn á baðherbergi þá kom hann að krafsa í hurðinna, gat sko ekki farið að sofa einn :o) Hann vildi líka alltaf vera undir sæng, og jafnvel með hausinn á koddanum, ég held að hann hafi ekki vitað að hann var hundur. Ég get bara ekki lýst því hér á blogginu eða þá bara yfir höfuð hvað þetta var skemmtilegur hundur og svo var hann líka alveg rosalega fallegur, þið sem þekktuð hann vitið hvað ég er að tala um.
Hann var jarðaður á miðvukudaginn 5.maí með tveimur sínum uppáhald böngsum í kistu með sæng og kodda.

Svo ofan á þetta þá veikist amma mín, hún er komin á spítala og er mjög veik, en það er ekki lífhættulegt, hún er bara svo gömul þannig að það er meira mál ef hún verður veik.

En af hverju þarf þetta alltaf að vera svona allt á sama tíma, ég verð bara heppin ef ég næ prófunum núna.

Engin ummæli: