þriðjudagur, nóvember 18, 2003

Laugardagskveld

ÉG VAR ÚTILOKUÐ
sko ég ,náttúrulega, fékk mér aðeins í litlu tánna á laugardaginn, og fór á svona smá pöbbarölt.
Og Þegar ma´r er komin í smá tá, þá fer ma´r að hringja og ég hringdi og hringdi í djúsí hópinn minn en viti menn Þau voru ÖLL með slökkt á símanum sínum :o( Minns fór bara næstum að gráta á staðnum!!! Og varð enn og aftur að reiða sig á fótógraferinn, hihi og mann tókst að vekja hann, eins og það er nú skemmtó að vekja fólk þegar maður er á djamminu ;o)
En jæja ég fór sem sé á pöbbarölt og við byrjuðum frekar ofarlega, og ég komst að því að bjórinn er ódýrari eftir því sem maður er ofar á Laugarveginum( jájá, en ég hef aldrei farið ofar en Vegamót) og það er líka allt öðruvísi fólk. Til dæmis á Vegas, okey það er alltaf verið að tala um e-a fordóma gagnvart innflytjendum... sko það var ekkert smá glápt á okkur þarna á Vegas, fengum sko að finna það að við ættum ekki heima þarna og eins og við værum með e-n bráð smytandi sjúkdóm. Og Ó my god!!!tólistinn sem var spiluð þarna... Þetta voru vinsælustu lögin jájá, en það var búið að syngja þau yfir á allt annað tungumál... t.d Kyle á rússnensku!!! Það var hörmung!!!! Eftir þessa hremmingar ákvaðum við að fara bara beint á okkar vanlegustaði, Vegamót, Hverfis og svo kíktum við á Sólon áður en lagt var í hann heim.
Svo á heimleiðinni var gerð svona loka tilraun til að ath hvort e-r djúsí vildi nú tala við mig. Mér til mikillar ánægju þá svarar Bimmi í síman sinn( takk!!), en því miður þá var ég ekki að vekja hann eins og mér finnst nú gaman að vekja kauða ;o) Reyndar talaði ég lítið við hann :o/ lét bara vinkonu mína um það. Bimmi er soddans Herramaður, hann náttúrlega því það var svo kalt úti og svoleiðis að þá bauð hann okkur vinkonunum, sem voru orðnar þreyttar og kaldar, að koma heim til hans og undir sæng með honum ;o) En þar sem við vorum svo fullar tókum við ekki eftir þessu boði fyrr en daginn eftir ;o) ÚBBS!!!

Engin ummæli: