þriðjudagur, nóvember 04, 2003

Jæja þá er maður loksins komin heim, og hefur íslenskastafi ;o). Djöfull var erfitt að vakna í morgun, ég var hreint að drepast, en Tóti minn ertu bara að þakka f. spíran, þú baðst um meira en spíran!!!! manstu það ekki??!!!

Hér kemur stutt ferðasaga:
Föstudag vöknuðum við eldeldeldeldeldeldeldeldeldeldeld snemma og fórum af stað í búðir, við byrjuðum í farmacíinu til að kaupa lyf, því þau eru helmingi ódýrari þar en hér. Svo var farið í stórt moll sem heitir La maginista og vorum þar til svona um 3, þá var farið í metroið og tekin Linea 1 niður í bæ. Og þar löbbuðum við og löbbuðum, en ótrúlegt en satt þá keypti ég ekkert, um klukkan 6 gat ég varla meira, mér var orðið svo illt í fótunum og komin með hælsæri á báðar þannig að ég VARÐ að kaupa mér nýja skó :o/ Ekki sniðugt því að svo fór ég beint í þá og ekki lagaðist sárið. Svo var farið heim að leggja sig í svona klukkutíma áður en við færum út að borða. Við fórum svo út að borða á Hard Rock kaffi því það var svona Halloween þarna úti og þá var auðvitað mesta fjörið á Hard Rock, þar var fullt af fólki í búning og þar af var staffið í flottustu búningunum. Það var náttúrulega mikið fjör þarna og staffið var alltaf að taka dans upp á barborðinu.
Svo hittum við liðið Ruben og Armando, Ruben er þessi týbíski spænski cavalier og Armando er svona krafta karl, risastór og gat ekki labbað út af því hvað hann er með stóra kálfa og læri og við vorum að reyna að labba niður Römbluna sem er svona álíka löng og Laugavegurinn og hann þurfti að stoppa svona 3-4 eða kaupa sér e-ð að éta, eldsneyti. En þó hann hafi farið í taugarnar á mér þá var ágæt að hafa hann, því það þorði enginn að bögga mann þegar hann var nálægt, til dæmis urraði hann á 2 gaura sem voru e-ð að flauta á eftir mér ;o) Hélt sig svo við mig restina af göngunni(sagði að það væri sko ekki hægt að láta mig ganga svona eina á undan)

Það var helvíti mikið fjör þarna úti. Það var vel tekið á því á laugardagskveldinu, og djammað soldið frameftir. Við byrjuðum á að fara út af borða á rosa fínum sjávarréttastað og þar prófaði maður allan andskotan, krabba og ostrur og margt fleira. Við Guðbjörg drukkum frekar mikið þarna á staðnum og vorum farnar að syngja Nínu með Sálinni fyrir fólkið á staðnum :o/ Svo var stefnan tekin á dansiball. Ég og ferðafélagi minn vorum nú ekki alveg að meika tónlistina á skemmtistaðnum fyrst en svo fór hún að fara í okkar átt, og við áttum dansgólfið, spánverjarnir rétt svo dilluðu sér en við vorum um allt gólf og fengum þó nokkra athygli vegna þessa ;o) Þegar við komum heim, var ég svo þreytt að ég steinrotaðist.

Svo vaknaði maður aftur snemma til að reyna að pakka niður og auðvitað komst þetta ekki í töskuna sem maður kom með út og varð rosa vesen að reyna að redda því og enduðum við með 5 töskur :o/ ÚBBS!!! Vorum skíthræddar um að við værum með yfirvigt, en sem betur fer þá voru þetta bara 40 kg en ekki meira ;o)

Jæja það er komið nóg af ferða sögunni og setjum bara punkt hér.

Engin ummæli: