mánudagur, júlí 18, 2005

BARA SNILD!!!!

Ég sit hérna í vinnunni að hlusta á nýja diskinn hennar Emilíönu Torrini, sem er æðislegur by the way, og er að hugsa um þessa snildar helgi...
Raftið var snild!! Geðveikt, meiri háttar!!!!!…. Ég bara á ekki orð til að lýsa þessu… var svo gaman….jájá bátnum hvoldi og alles en það gerði þetta bara meiri upplifun.. og jájá ég lenti undir bátnum og ætlaði aldrei að komast undan honum og fór niður flúðir og hvarf … snérist í fullt af hringjum og vissi ekki hvað var upp og niður… þetta var bara snild og mig langar svo aftur og auglýsi sko eftir fólki til að fara með mér svona ferð aftur…og kannski líka fallhlífastökk.....Við vorum reyndar alveg búnar eftir þetta og gátum ekki hugsað okkur annað en að fara bara að sofa eftir þetta……

En já það er bara búið að gera plön fyrir næstu helgi… Frikklís og Kristinn eru að skipuleggja e-ð skemmtó fyrir okkur Ernu á föstudaginn sem við fáum ekkert að vita hvað er…..eigum bara að vera tilbúnar fljótlega eftir vinnu fyrir óvissu…… Ég er bara spennt….Þeir eru svo mikil krútt……

Svo býst ég við því að á laugardeginum verði frænka gamla gæsuð……en ég hafði ætlað að stinga af um kvöldið og fara til Guðbjargar en það er víst búið að færa kveðjupartýið hennar yfir á föstudag :o(….. við kíkjum bara þá eftir óvssiferðinna til hennar…. En hennar á eftir að verða sárt saknað af klakanum…. :o( gellan era ð fara til DK í framhaldsnámi..hún er svo dugleg þessi eska….

Svo ef spáin heldur sér þá er stefnan að fara á kanúinn okkar á sunnudeginum…. Og ef e-r vilja með lát heyra ;o)

Engin ummæli: