Ég var hér að hanga heima hjá mér annað kvöldið í röð alveg hreint að rottna úr leiðindum, vorum að fá þetta adsl sjónvarpsdæmi og það var sko ekki að gera góða hluti í kvöld....
Þannig að ég ákvað að fara út með hana Lukku mína og mömmu og ég verð að segja það að það er nú ævintýri líkast að ganga hér um hverfið mitt.....Við fórum af stað og ætluðum að fara sömuleið og venjulega... ég hélt í hana lukku mína og þegar við komum fyrir hornið á húsinu okkar að þá sé ég dóbermann hund koma hlaupandi að okkur og ég veit ekki fyrr en mamma mín er búin að grípa lukku í fangið og er haupandi í burtu...ég náttúrulega alveg sallaróleg ýti á stopputakan á taumnum þannig að mamma og lukka stoppast og ég banna henni að hlaupa... komon maður hleypur ekki frá dýr sem maður er hræddur við því það æsir dýrið bara upp í að elta ( svona eins og þegar erna hlaup með hestinn á eftir sér um allt í denn hehe).. mamma gekk þá bara ákveðið burt og sagði mér að reyna að reka dóbermanninn í burtu...HALLÓ!!! hún sendir barnið sitt bara í að rekar stórhættulegt dýr í burtu....en okey ég náttúrlega kann ekki að vera hrædd við dýr... ekki nema skordýr, þau eru stórhætturleg.... mér tókst að reka þetta stóra villidýr burt og ákváðum við mamma að fara aðra leið en venjulega...við vorum ekki komnar langt þegar það kemur annar laus hundur hlaupandi að okkur og mamma mín sem enn var í sjokki eftir dóbermanninn öskraði yfir sig og ætlaði að leggja á flótta aftur...en róaðist þegar ég benti henni á að þetta væri nú bara venjulegur voffi.....en þessi venjulegi voffi var svo hrifinn af henni lukku minni sem er ekki skrítið því hún er soddans bjútý...vildi óska að mar hefði sömu töfra og hún... hún laðar að sér allt kk af sýni kyni... en já þessi venjulegi voffi að hann elti okkur um allt og ætluðum við ekki að losna við hann.....loks þegar við vorum lausar við hann og vorum að halda göngu okkar áfram að þá stekkur köttur í veg fyrir okkur... kisu var nú ekkert sérlega vel við hana lukku mína og mamma rak mig aftur af stað að reka villidýrið í burtu.... en það hræddist mig ekki og urðum við því að velja aðra leið heim....kemur þá köttur 2 og eru þeir orðnir tveir á eftir okkur... og við erum að tala um ketti af grimmust gerð...síamsketti......Ef e-r hefur séð Disney myndina “Lady and the Tramp” að þá var þetta farið að minna soldið á atriðið þar sem símaskettirnir 2 voru að gera Lady grikk en það vill svo skemmtilega til að Lady og Lukka eru að sömu tegund...... en já mamma skræfa labbaði mjög rösklega í burt og kattarhelvítin eltu okkur....Við komumst þó heilar á höldnu heim.. komumst við að þeirri niðurstöðu að það er eins og að labba í gegnum frumskóg að labba í gegnum hverfið okkar.....
Ég sá það bara á þessari ferð minni um frumskógin að ég er helvíti góð í svona hættu aðstæðum... tek á hlutunum yfirveguð að vanda og læt ekkert hafa áfrif á ferðalag mitt....og já....að mömmu þykir greinilega vænna um lukku en mig....... ;o) hehe
Næstu kvöld ættu nú ekki að vera svo leiðinleg.... ég er að verða búin að niðurhala “Guess who” og fæ "Madagascar" bráðlega líka... er samt ekki viss um að ég vilji sjá hana í tölvu....og svo ef e-r hefur áhuga á að fara með mér á The Amityville Horror, þá endilega let me know!!!
Svo næstu helgi að þá er ég að fara í Raft..... júhú...búin að bíða lengi eftir því... það er víst extra mikið í ánni núna þar sem það er búið að vera svo mikil rigning og spáir því enn..... sem sagt mikið aksjón...
miðvikudagur, júlí 13, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli