Það er enn ekkert að gerast hjá mér, það eina sem ég get hugsað um þessa dagana er það að ég er að fara út í nóvember, rétt fyrir próf... en það reddast.
Helgin var róleg eins og helgin þar á undan, ég og Arna fórum til Lísu æskuvinkonu og var þar verið að rifja upp hverslu einfaldar við vorum í denn, sko ég og Lísa vorum samlokur frá 3 ára aldri þannað til ég flutti og fór í annan skóla um 12 ára.
En já ein sagan um hve einfaldar við vorum ;o) Einu sinni þá komum við heim til mín eftir skóla með miða frá kennaranum sem á stóð að það væri njálgur að ganga eða e-ð svoleiðis og ég og Lísa vorum náttúrulega nokkuð forvitnar að vita hvað það var og fórum að spyrja mömmu mína og pabba útúr hvað það væri, okkur fannst þetta náttúrulega ógeðslegt þegar við fengum skíringuna á því og við vildum fyrir alla muni vita hvernig átti að losna við svona viðbjóð ;o) Þá sagði sennilega pabbi minn okkur það að maður yrði að fara út í sjoppu og kaupa franskar kartöflur og svo átti maður að dingla frönskum fyrir framan rassinn og þá myndi njálgurinn hoppa út því þeim þætti franskar svo góðar ;o) hehe og ég og Lísa urðum ein stór augu og trúðum þessu náttúrulega alveg, en þar sem við vorum ekki með njálg að þá þurftum við ekki að gera þetta, ég segi nú bara til allrar hamingju það hefði nú verið laglegt ef við hefðum farið að dingla frönskum við rassgatið á okkur hehe.
En já þetta var föstudagur, næst er það laugardagur.
Á laugardagsmorgun vaknaði ég snemma við hringingu frá Örnu. Við ákváðum að fara verstur, hún að hitta manninn sinn en ég að fara bara til mö og pa í berjamó. Við vorum lagðar af stað fyrir hádegi, við ákvaðum að fara hægt og vera ekkert að flyta okkur, við fórum Hvalfjörðinn en stoppuðum reyndar ekkert þar, en við stoppum rétt áður en við komum í Borganes og nutum ásta......NEI!!! nutum sólarinnar eftir svona 30-40 mín stopp fórum við aftur af stað og stoppuðum svo í Borgó og keyptum okkur nesti. Næsta stopp var svo við Vegamót þar sem maðurinn hennar Örnu ætlaði að sækja hana. Við stoppuðum við læk og það var svo heitt að ég og Lukkan mín fórum að vaða í honum, lækurinn var ekki einu sinni kaldur, hann var bara svona stofuheitur, en jæja við Arna áttum að hafa góðan tíma þarna en nei maðurinn hennar ekur eins og svín og náðu að vera 20 mín með 30 -40 mín veg. Svo héldum við áfram áur sepret weys!!
Ég fór íberjamó í stuttbuxum og bol, sem ég held ég hafi nú bara aldrei gert.
En já svona var helgin mín. Ég lent svo í þessari rosa runu á leið í bæinn, bíll við bíl frá næst síðaðasta hringtorginu í mosó, hélt ég myndi tapa mér þarna en svo var ekki.
þriðjudagur, ágúst 17, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli