fimmtudagur, júlí 22, 2004

Það er nú að koma að næstu helgi og ég er ekki farin að segja frá síðustu helgi :o/
Síðustu helgi fór ég í Skaftafell í útilegu, ég er nú enginn pró í þeim málum en tel þetta nú hafa gengið ágætlega, við fórum 6 (Ég + Hildur, Kolla + Bjarki og Berlind(vinkona Kollu) + Elmar) af stað úr bænum um 8 leytið eftir mikla bið eftir sumu fólki, notó bene ÞAÐ VAR EKKI ÉG!!
Sem sé ég og Hildur vorum makalausar og urðum við náttúruelga að tjalda nýja tjaldinu okkar alveg sjálfar, það gekk svona ágætlega, enda erum við makalausr, það eina sem var ekki alveg að ganga hjá okkur var að koma þessum helvítis tjaldhælum niður.  En ég verð bara að segja að þetta var bara nokkuð vel gert hjá okkur.
Já svo daginn eftir vöknuðum við og fórum í ísklifur, það var alveg geðveikt gaman, ég kleif 2 veggi og er alveg geðveikt stollt af sjálfri mér :o) Mér tókst að sjálfsögðu að fá klaka í andlitið sem rispaði mig smá, og reka hnéð í ísinn þegar ég var að klífa upp og svo eitt skipti þegar ég var að höggva exinni í ísinn þá fór ís á milli brjóstanna, get sagt ykkur það að það er ekki gott að þurfa að hanga á ísvegg með klaka á milli brjóstanna að bráðna ÚFF!!
Við urðum öll rennandi blaut og sæt eftir klifrið og urðum við flest að leggja okkur eftir þetta, eða helmingur, hinn helmingurinn fór í göngu eftir klaka til að kæla bjórinn ;o)
Svo um kvöldið var grillað og fengið sér bjór, alveg heila 2 bjóra, svo var maður bara svo þreyttur eftir daginn að við vorum öll sofnuð fyrir 1.
Þetta var bara mjög fín blaut skemmtileg ferð og ekki spurning að það ætti að endurtaka þetta
Og ég gæti sko alveg orðið húkkt á ísklifur.






föstudagur, júlí 16, 2004

Segir allt sem segja þarf

Mystery
You are the mystery woman


Which Ultimate Beautiful Woman are You?
brought to you by Quizilla

þriðjudagur, júlí 13, 2004

Góð helgi

Já þetta var bara þessi fínasta helgi!! Á föstudag fór ég á Spiderman með Hermanni, Hildi og Berglindi. Þetta var alveg ágæt mynd og komst hún Hildur að þeirri niðustöðu að Hermann væri alveg eins og Spiderman þegar hann setur gleraugun upp ;o)
Svo á laugardag þá fórum við Hildur og Ernulíus með foreldrum Hildar upp í Sog, mamma Hildar keyrði og á leiðinni sýndi hún okkur mjög góðar ökumanns venjur, þ.e. að sýna þeim puttan og flauta á þá sem ekki kunna að keyra. Þegar komið var upp í Sog fórum við á listasíninguna hjá Berglindi og ætluðum sko að gæða okkur á snittunum. En annan eins óþvera hef ég sjaldan sett upp í mig og var ég þarna ein sog mesti dóni og sett allt út úr mér sem ég béit í þarna.
Jæja og svo eftir þennan viðbjóð þá fórum við að spila golf með mömmu Hildar (Heiðu) okkur tókst að spila 5 holur og var þetta alveg meiriháttar gaman, og sérstaklega þegar ég ákvað smá að breyta áherslunum, eða þ.e.a.s. að reyna að skjóta kúlunni í Hildi ;o) kúlan rétt fór framhjá rassinum hennar úbbs!! Hún kann bara ekki golf reglur, ekki fara fram fyrir þann sem á eftir að skjóta ;o)
Svo fór pabbi hennar Hildar (Hermann) með okkur í Írafoss og fengum við að sjá þessa rosa virkjun, ég hef aldrei séð né almennilega skilið hvernig þetta virkar

Þegar heim var komið fórum við Hildur og Ernulíus heim til mín og elduðum, við vorum 3 í eldhúsinu og okkur tóks að brenna kjúllan og brauðið, en þrátt fyrir það þá smakkaðist maturinn samt bara ágætlega. Svo var náttúrulega tekin upp drykkja, Gayþór vinur kom svo og þurfti náttúrulega að hafa "sögustund með Gayþóri"
Eftir allar hans sögur og nokkra drykkju var haldið í bæinn, ég komst að því að næst fer ég á Hressó!!

miðvikudagur, júlí 07, 2004

Smá pæling

Ég var að pæla í því að það eru til svo helvíti margar svona góðgerðastofnanir eða hvað svo sem það er kallað, svona dæmi sem er til að hjálpa öðrum, það er svo mikið af þessu að það er komið í samkeppni við hvert annað. Ef maður gæfi svo í þetta allt saman þá færi maður sjálfur á hausinn og þyrfti á hjálp að halda, comon af hvjeru er ekki bara haft eitt alþjóðlegt hjálpar drasl og svo er e-ð svona líka í hverju landi. Think people think

Og svo annað, asnó að túr sé kallað sama nafni og ég, það er alltaf eins og það sé verið að tala um mig "Rósa frænka er í heimsókn", og hvað það sé leiðinlegt að fá mig í heimsókn og svo eru allir svo fegnir þegar ég fer, sérstaklega strákar!!!!! Allir vilja losna við mig en samt eru stelpur að sumu leiti létt þegar ég kem, því það merkir að allt sé í lagi.

þriðjudagur, júlí 06, 2004

METAL..hvað???

Jámms maður er svo frægur að hafa farið á metalica tónleikana, og þó ég sé nú enginn aðdáandi þá var þetta bara helvíti skemmtilegt, þeir spiluðu alveg non stop í 2 og hálfan tíma, ég var bara farin að halda að þeir ætluðu ekki að stoppa. Ég hefði sko ekki fyrir nokkurn mun vilja sleppa því að fara á þessa leika-tóna og það er sko víst að ég er til í að fara aftur, þetta var líka alveg þessi helvíti góða brennsla, því það lak alveg rosalega mikið af mér svitinn, eða alla vega þá held ég að þetta hafi verið minn sviti :o/
Ég hef reynda eitt út á þetta að setja og það er það að fólk þurfti að vera að klæða sig úr þarna og svo var það löðrandi sveit og var að strjúkast upp við mann og ég er svo svaka klíjugjörn að ég var sko ekki að meika það. Svo líka fólk með lubba og sítt hár var að sveifla á sér hausnum og þá skvettist á mann svitinn úr hárinu. Já og líka þarna var þessi akfeita stúlkukind farin úr að ofan og ég er vissum að hún sé með rass lengst upp á bak, ég hef aldrei séð svona langsum fellingar á fólki.
Svo sáum við líka e-ð sem við gerðum okkur ekki grein fyrir hvort væri karl eða kona, það var risa stórt og feitt með sítt hár, sýndist að það væri ekki hár undir höndunum (það var sko í hlýrabol.
En eníveis þá held ég nú að tónleika förum mínum sé nú lokið þetta sumarið, ég er búin að fara á 3 tónleika, 2 mjög góðir.
jæja segum það gott