þriðjudagur, mars 02, 2004

Glæsilegt

Sjáið hvað ég er búin að vera dugleg við annað en að læra. Þessi síða er afrakstur mikillar þolinmæði og mikil tíma í að læra ekki, kannski ekki neitt voða sniðugt en gaman ;o)
Svo ef kíkt er á hana Hillu Pillu þá sjáið þið hvað síðan hennar er flott, því ég gerði hana líka :o)

Það er mest lítið að gerast hjá manni því maður á enga penga til að gera nokkurn skapaðan hlut :o( En þrátt fyrir peningaleysi þá höfum við 3 tekið þá ákvörðun að stefna á að fara út í sumar í svona ca 2 vikur í sól!!! Alveg er maður kominn með ógeð á þessu skítaveðri hérna á þessu landi. Ef e-r veit um frábæran kósy sólstrandarstað þá endilega setjið það inni í commentið.

Við djúsí erum orðin mjög spennt fyrir árshátíðinni, sem er næst komandi fimmstudag :o) Mín er búin að fara í klippingu og strípur og maka á sig brúnkukremi til að verða nú soldið sæt og fín fyrir þessa blessuðu hátíð. Stefnan er að við verðum öll 5 með e-ð eins á okkur svona til að skera okkur úr...

Engin ummæli: