þriðjudagur, október 28, 2003

Leiðarljós er hrein snelld, þetta eru soddans snildar þættir að ég hef bara ekki orð til að lýsa því. Það góða er að þú mátt alveg missa af 2,3,4,5 þáttum en ert samt alveg inni í því sem er að gerast. Svo eru þau náttúrulega í klassa fötum frá Donna Karan og skartið er náttúrulega ekki af verri endanum. Núna er Eve að fara að drepa Mindy, þátturinn gat ekki endað meira spennó (ég sá ekki síðasta þátt en það er í lagi) !!
Eve kemur inn og vill tala við Mindy, Mindy vill ekkert með hana að hafa, Mindy fer að leggja á borð og Eve “hjálpar” henni og Mindy segir að hún sé ekki hrifin af Nick og er að vinna allt upp í 18 tíma svo hún hafi ekki áhuga fyrir kynnum. Eve fer að espa Mindy upp og tala um það Nick geti gefið henni heilbrigt barn en Mindy geti ekki borið barn undir belti v/ 2. fósturmissis. (Það var það sem Eve sá í skýrslunni sem hún náði í hjá Ed)
Mindy verður svo reið að hún hendir disk í Eve og hleypur í burtu. Hamp kemur og býður Eve í glas og segir að hún eigi borð næst þegar hún kemur. Hún fer svo. Roger kemur og er reiður við Hamp og segir að hann hafði stuðlað að Hart vinnur hjá Lewis en ekki honum. Hamp tekur fyrir það og segir að það er Billy að þakka að sonur hans sé ekki í fangelsi. Hann ræðir líka um það að Gilly vinni of mikið.
Mindy er grátandi niður í bílageymslu og talar við sjálfan sig hversvegna hún lætur hana alltaf koma sér í uppnám. Skuggi birtist og svo sér maður Eve með skóflu.

Það algert möst að sjá þáttinn í dag. Ég verð bara að segja betur frá þessu á morgun ;o) Verð að koma mér aftur inn í þetta.

Engin ummæli: