mánudagur, október 13, 2003

Jæja eins og ég sagði þá geriðst fullt um helgina. Ég er einn mesti snillingur í því að koma mér í vandræði, en nenni ekki að fara út í það. Við Erna Hvalarassgat vorum að vinna allan laugardaginn frá 10-19 við það að dæma í bocca og vorum alveg búnar eftir það, en eins og sannir djammarar þá fórum við heim til hennar og kláruðum 2 rauðvínsflöskur og fengum okkur eitt skot áður en við lögðum afstað í bæinn. Bimmi vinur okkar kom með okkur, sat með okkur litlu "dömunum" að drekka og fíflast og læra margt nýtt um kvennaleyndarmál áður en farið var af stað í bæinn, hann reyndi að vera hjálplegur og ráðleggja í fatavali og reyndist val hans virka vel fyrir mig ;o)
Svo var farið af stað í bæinn. Þrátt fyrir mikil mótmæli hjá mér og Bimma þá enduðum við með frekjunni Hvalarassgatinu inn á Hverfisbarnum, ég hélt ég myndi drepast úr leiðindum þarna inni og gerði Bimmi hvað hann gat til að koma mér í gott skap og náði hann því með að hella mig fullari en ég þegar var og það hefði hann ekki átt að gera því þá fór ég að hefja mínar gloríur ;o)
Ég beit 2 manneskjur, það er að segja fékk eitt læri og einn upphandleg. Svo gaf ég einum gaur olnbogaskot beint á nefið en það var alveg svona óvart óvart :o/ En hann átti það samt skilið hann var fífl.
Það var ótrúlega mikið af sætum strákum samt þarna á Hverfis aldrei þessu vant, eða kannski var ég bara svona full og farin að sjá allt skakt ;o) Og þarna var líka gaur sem ég hafi hitt þarna áður og þá hafði hann beðið mig að koma með sér á klósettið og ég varð alveg brjál og sagði honum að drulla sér í burtu og þá sagðist hann bara vera að ath hvort ég væri ljóska. En núna þá fór hann pennt í þetta, bauð mér í glas og blabla og talaði og talaði og sagði svo við alla mína vini þarna að hann væri orðinn ástfanginn, svo leit hann á hendina á mér og sagi að þarna gæti hann sko séð hring fyrir sér. OJ!!!!!!!!!!Alveg rólegur ég er sko ekki að fara að giftast!!!!! Og svo röflaði hann allt kvöldið eða nóttina hvað hann væri góður strákur..Je right!!!!!!!
Æ nenni ekki að skrifa meira þetta er orðið of langt
við hittum reyndar fílinn og það var gaman að hann skildi sjá mig með örrum gaur ;o)

Engin ummæli: