föstudagur, janúar 21, 2011

Að dreyma ketti

Ég er alveg uppgefin eftir nóttina, ég var að verja húsið mitt og gesti fyrir innrás flækingskatta og íkorna...
Lísa vinkona og Linda systir hennar og vinkonur Lindu voru hjá mér og allir gluggar í húsinu voru opnir, sem ég skil ekki alveg því ég hef aldrei meira en einn glugga opinn svo ég fái ekki hlussu kóngulærnar inn um glugga...
Kettirnir voru misjafnlega illa leiknir, sumir voru allir í sárum, minnir að einn hafi vantað auga og sumir voru alveg heilir. Sumir voru líka góðir en aðrir klikk, þessa klikk varð ég að höndla með koddunum mínum til að koma þeim út, en þessa góðu gat ég tekið upp með höndnum... Eftir að mér tóks að hreinsa út húsið mitt að þá var Dívan mín orðin eins og illa leiknu kettirnir í útliti.. með sár og öll í flóm... þá vaknaði ég...

Alla vega, ég er að reyna að velja mér e-ð námskeið til að fara á hérna, það kitlar smá að fara í spænkunám, langar að rifja upp og ná betri tökum á spænskunni... Það er líka fatahönnun, skartgripagerð, nudd og fleirra... helst að ákv mig í dag varðandi þetta. Það er líka ljósmyndanámskeið, en eini vandinn er að það er ekki hér í mínum bæ, það er 40 mín akstur í annað þorp og að námskeiðið er á kvöldin og litla myrkfælna ég er ekki alveg að meika það að keyra þrönga sveitavegi ein á kvöldin í myrkrinu...

Any ways, kemur í ljós seinna í dag hvað ég ákv. að gera

Engin ummæli: