Spá í að prófa að skrifa aðeins...
Ég er búin að vera soldið down undanfarið, leið yfir því að vera ekki að fá vinnu, hef enginn verkefni eða neitt fyrir stafni og það hentar mér mjög illa. Ég er búin að föndra heilan helling en hvað á mar svo að gera við þetta blessaða föndur, það er bara svo mikið sem maður getur gert. Ekki það ég er alveg með fleirri hugmyndir en get ekki framkvæmt því ég á ekki búnað né hef aðgang að búnaði til þess og hef engan til að leita til með smá hjálp....
Ég er búin að gera e-r 15 pör af eyrnalokkum, sem ég hef takmarkað not fyrir... sp um að gefa bara öllum eyrnalokka í jólagjöf sama hver aldur eða kyn er.
Dívan mín hjálpar mikið, fer með hana í rúmelga klst göngu á dag, bara verst að ég á ekki regngalla handa mér né henni sem ég þarf svo nauðsynlega að fjárfesta í. Vandinn með voffa regngallan er að Díva er með undirfeld og regngallarnir sem ég hef sé hér gera ekkert gagn nema að passa að hundurinn blotni ekki að ofan. Sumir heima á íslandi myndi sennilega fussa yfir því að klæða hund í föt, en hér eru hundar og hestar í e-u yfir veturinn, hestarnir eru með e-a ullar slá og hundar eru í e-s konar galla... það verður alveg fáránlega kalt hér í uk yfir hápunkt vetursins, því það er svo mikill raki, þó að hita stig sé hærra en á íslandi að þá er semt kaldara hér vegna rakans, kuldinn gnístir inn að beinum.
Ég hafði planað að fara á e-r námskeið meðan á atvinnuleit stæði, en þau byrjuðu öll meðan ég var á íslandi þannig ég missti af lestinni... þar að leiðandi hef ég enginn verkefni...
Ég hef verið að spá þá í e-u öðru, ég fór að spá hvort ég ætti að fara læra slást...kick boxing eða e-ð líkt, ég bara verð að finna mér e-ð að gera, skokk hópurinn sem ég ætlaði að fara í hittist á föstudagskvöldum kl20, sem mér finnst einstaklega óhentugur tími...
Ég tók þá ákvörðun í dag í göngutúrnum með hana dívuna að ég ætla að búa mér til viku plan fyrir hverja viku til að fara eftir, gera mér e-r ákv verkefni og reyna að finna verkefni til að halda mér uppteknri