þessi helgi var nú skárri, ég fór á rejúníon og hitti gamla skólafélaga(ég er samt mjög ung) Það var nátttúrulega mikið drukkið og nokkrir náðu upp mikilli ölvun. Það var byrjað á Hard Rock Cafe þar sem mér tókst að hella heilum bjór yfir hana vinkonu mína :o/, síðan var stefnan tekin á Kaffi Hressó en ég og nokkrir aðrir óþekktarormar fórum soldið annað við stungum af og fórum beint á Gaukinn, þar bauð gamall félagi okkur upp á einn hræðilega góðan drykk sem var soldið mikið áfengur og gerði hann örugglega útslagið hjá okkur stelpunum, því við þurftum ekki meira þetta kvöld mér tókst þar að hella yfir sjálfan mig..., þegar búið var að klára úr glösunum var farið eins og fokking ALLTAF og helvítis Hverfisbarinn. Maður er náttúrulega soddans vippari að maður fer bara í vip-röð og rennur inn :o)
Það var nokkuð mikið fjör þarna inni :o) og dansaði ég næstum af mér skóna. Ég hitti þarna inni sæta lögfræðineman sem ég hitti í sumar og vá!!!! Hann var alltaf að reyna að draga mig til sín á dans gólfinu og ég var alltaf að stinga mér undan, ooohhh hvað hann er sætur :o/ en veit það örugglega líka.....Maðurinn er algert súkkulaði..... En ég er svo stillt og góð og gerði ekkert, bara ýti mannfílunni í burtu. Og já meira svo byrjaði strákur sem ég var einu sinni voða skotin í og hitti á síðasta djamminu fyrir próf á síðustu önn allt í einu að senda á mig sms, HVAÐ ER AÐ!!! það eru að verða 2 mánuðir síðan!!! Einmitt þegar ég er farin að hitta e-n þá byrja þessir gaurar sem maður var búinn að vera horfa á "að meika múv"!!! Þetta er alltaf svona... AF HVERJU!!!!!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli