þriðjudagur, janúar 18, 2005

Bý víst um

Ég er sko alveg að ganga fram af sjálfri mér þessa dagana, ég er ný búin að taka herbergið mitt allt í gegn, breyta og kaupa mér nýjan lampa og teppi á rúmið og svoleiðis. Þegar mamma sá að ég hafði keypt mér rúmteppi þá var hún ekkert smá hneigsluð og spurði hvenær í ósköpunum ég ætlaði að nota það þar sem ég bý aldrei um mig :o/ En sem sé ég er nú bara víst búin að nota þetta teppi ég er sko bara alveg búin að búa um mig núna 2 daga í röð :oD

En já við erna fórum í algert dekur í gær, fórum í ræktina að vanda og svo í laugina eða setlaugina í baðhúsinu rosa kósý, eftir það þá fórum við á annað heimilið okkar sem er Nings, ég held að við ættum að verða heiðursgestir þarna og fá að eiga okkar eigið borð þar sem við borðum nú þarna minnsta kosti 4 sinnum í viku. Eftir það þá brunuðum við heim til mín og biðum þess að Kristinn pikkaði okkur upp til að fara í ísbíltúrinn góða og lang þráða :oD Það var náttúrulega ekki keypt neitt smáræði heldur fengum við okkur öll sælgætishræring JÖMMÝ!!
Þetta var sem sagt dekur dagur.

Engin ummæli: